Fréttaskýring: Kostar 190 milljónir ef ráðherrar víkja kolbeinn@frettabladid.is skrifar 1. júlí 2010 06:00 Mjög þröngt er um þá 63 þingmenn sem sæti eiga í þingsalnum, enda er hann hannaður fyrir mun færri þingmenn. fréttablaðið/pjetur Verði tillaga flokksstjórnar Samfylkingarinnar samþykkt og ráðherrar víkja af þingi kostar það 190 milljónir króna árlega. Kostnaður minnkar ef ráðherrum fækkar. Þá þarf að gjörbreyta þingsalnum því þröngt er um þingmenn núna. Hver verður kostnaðurinn ef ráðherrar segja af sér þingmennsku? Flokksstjórn Samfylkingarinnar samþykkti á fundi sínum um nýliðna helgi að ráðherrar flokksins segi sig tímabundið frá þingmennsku, gegni þeir einnig stöðu ráðherra. Beindi hún því til þeirra að þeir gerðu það sem fyrst. Fyrir þingi liggur tillaga Sivjar Friðleifsdóttur og fleiri um að ráðherrar víki tímabundið af þingi. Verði það að veruleika í haust er ljóst að umtalsverður kostnaður mun af því hljótast. Það þarf að kalla inn varamenn fyrir alla ráðherrana og því fjölgar þeim sem þiggja þingfararkaup. Aðstaða fyrir þingmennina er ekki til og þyrfti að leigja húsnæði undir þá. Verði þetta að stefnu ríkisstjórnarinnar og allir ráðherrar segja tímabundið af sér þingmennsku mun árlegur kostnaður Alþingis aukast um 190 milljónir króna. Þá er ekki gert ráð fyrir neinum öðrum breytingum, svo sem fækkun ráðherra eða þingmanna, en fyrirhugað er að fækka þeim fyrrnefndu. „Ef miðað er við að ráðherrar vikju af þingi og tækju inn varamenn og gert er ráð fyrir tólf ráðherrum, þýðir þetta 190 milljónir króna aukalega á ári,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Hann áréttar forsendurnar og segir þær geta breyst, en þetta sé eitthvað sem stjórnlagaþing muni huga að í haust. Fækkun gæti orðið í ríkisstjórn eða hjá þingliðinu og eins gæti hluti ráðherra verið utan þings og því þyrfti ekki að kalla varamenn inn. Þingfararkaup nemur 520 þúsundum króna á mánuði og ráðherrar fá ofan á það 335 þúsund krónur. Auk þingfararkaups fellur ýmis annar kostnaður til. „Þetta snýst ekki bara um þingfararkaup heldur allan annan kostnað, skrifstofu og slíkt, ferðakostnað, starfskostnað og allt sem því fylgir. Væntanlega þyrfti að taka viðbótarhúsnæði á leigu. Alþingi ber engan kostnað af skrifstofum ráðherra, þeir hafa sínar skrifstofur í ráðuneytunum.“ Hugmyndin um að ráðherrar víki af þingi hefur verið til umræðu lengi. Stjórnarandstaðan hefur sett spurningarmerki við hana, ekki síst vegna þess að við það fjölgar þingmönnum stjórnarliða um tíu til tólf með tilheyrandi skekkju á umræðunni. Alþingissalurinn er lítill og ansi þröngt um þá sem þar sitja nú. Í salnum eru sæti nú fyrir 56 þingmenn, en þeir yrðu 62 ef af breytingunum yrði, þar sem forseti Alþingis hefur sitt eigið sæti. Helgi segir bæði sjónarmið með og á móti því að ráðherrar víki sæti af þingi. Þannig sé það til dæmis í Noregi og Svíþjóð, en í Danmörku og Þýskalandi sé sama tilhögun og hér er. Hann segir að sé áhugi á að fara í breytingarnar verði að gera þær í stærra samhengi. „Ég vil ekki gera lítið úr sjónarmiðum þeirra sem vilja aðskilnað framkvæmdarvalds og löggjafarvalds, en maður vill sjá það í stærra samhengi. Verða ráðherrarnir jafn athafnasamir og fyrirferðarmiklir í þinginu eins og verið hefur,“ segir Helgi. Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Verði tillaga flokksstjórnar Samfylkingarinnar samþykkt og ráðherrar víkja af þingi kostar það 190 milljónir króna árlega. Kostnaður minnkar ef ráðherrum fækkar. Þá þarf að gjörbreyta þingsalnum því þröngt er um þingmenn núna. Hver verður kostnaðurinn ef ráðherrar segja af sér þingmennsku? Flokksstjórn Samfylkingarinnar samþykkti á fundi sínum um nýliðna helgi að ráðherrar flokksins segi sig tímabundið frá þingmennsku, gegni þeir einnig stöðu ráðherra. Beindi hún því til þeirra að þeir gerðu það sem fyrst. Fyrir þingi liggur tillaga Sivjar Friðleifsdóttur og fleiri um að ráðherrar víki tímabundið af þingi. Verði það að veruleika í haust er ljóst að umtalsverður kostnaður mun af því hljótast. Það þarf að kalla inn varamenn fyrir alla ráðherrana og því fjölgar þeim sem þiggja þingfararkaup. Aðstaða fyrir þingmennina er ekki til og þyrfti að leigja húsnæði undir þá. Verði þetta að stefnu ríkisstjórnarinnar og allir ráðherrar segja tímabundið af sér þingmennsku mun árlegur kostnaður Alþingis aukast um 190 milljónir króna. Þá er ekki gert ráð fyrir neinum öðrum breytingum, svo sem fækkun ráðherra eða þingmanna, en fyrirhugað er að fækka þeim fyrrnefndu. „Ef miðað er við að ráðherrar vikju af þingi og tækju inn varamenn og gert er ráð fyrir tólf ráðherrum, þýðir þetta 190 milljónir króna aukalega á ári,“ segir Helgi Bernódusson, skrifstofustjóri Alþingis. Hann áréttar forsendurnar og segir þær geta breyst, en þetta sé eitthvað sem stjórnlagaþing muni huga að í haust. Fækkun gæti orðið í ríkisstjórn eða hjá þingliðinu og eins gæti hluti ráðherra verið utan þings og því þyrfti ekki að kalla varamenn inn. Þingfararkaup nemur 520 þúsundum króna á mánuði og ráðherrar fá ofan á það 335 þúsund krónur. Auk þingfararkaups fellur ýmis annar kostnaður til. „Þetta snýst ekki bara um þingfararkaup heldur allan annan kostnað, skrifstofu og slíkt, ferðakostnað, starfskostnað og allt sem því fylgir. Væntanlega þyrfti að taka viðbótarhúsnæði á leigu. Alþingi ber engan kostnað af skrifstofum ráðherra, þeir hafa sínar skrifstofur í ráðuneytunum.“ Hugmyndin um að ráðherrar víki af þingi hefur verið til umræðu lengi. Stjórnarandstaðan hefur sett spurningarmerki við hana, ekki síst vegna þess að við það fjölgar þingmönnum stjórnarliða um tíu til tólf með tilheyrandi skekkju á umræðunni. Alþingissalurinn er lítill og ansi þröngt um þá sem þar sitja nú. Í salnum eru sæti nú fyrir 56 þingmenn, en þeir yrðu 62 ef af breytingunum yrði, þar sem forseti Alþingis hefur sitt eigið sæti. Helgi segir bæði sjónarmið með og á móti því að ráðherrar víki sæti af þingi. Þannig sé það til dæmis í Noregi og Svíþjóð, en í Danmörku og Þýskalandi sé sama tilhögun og hér er. Hann segir að sé áhugi á að fara í breytingarnar verði að gera þær í stærra samhengi. „Ég vil ekki gera lítið úr sjónarmiðum þeirra sem vilja aðskilnað framkvæmdarvalds og löggjafarvalds, en maður vill sjá það í stærra samhengi. Verða ráðherrarnir jafn athafnasamir og fyrirferðarmiklir í þinginu eins og verið hefur,“ segir Helgi.
Innlent Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira