Nemendur koma vanbúnir í háskóla kolbeinn@frettabaldid.is. skrifar 1. júlí 2010 05:00 Líf og fjör á háskólatorgi. fréttablaðið/stefán Brottfall nemenda úr Háskóla Íslands (HÍ) er óviðunandi, segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor skólans. Hún segir að svo virðist sem ein af ástæðunum fyrir brottfallinu sé að nemendur komi ekki nægilega vel undirbúnir úr framhaldsskólum.Hún segir ástæðu til að skoða námsframboð í skólunum. Fréttablaðið sagði á dögunum frá könnun sem sýndi að stór hluti nemenda fjölmargra framhaldsskóla telur sig ekki fá nægilega góðan undirbúning fyrir háskólanám. Kristín segir könnunina, sem unnin var á vegum HÍ, lið í því að draga úr brottfalli. Henni verður fylgt eftir með nákvæmari úttekt í haust. Hún segir mikilvægt að nemendur framhaldsskóla, foreldra þeirra og samfélagið hafi slíkar upplýsingar. „Könnunin er liður í að skoða ástæður brottfalls. Það er bæði verið að hugsa um nemendurna og hag þeirra, en einnig fjármuni. Við gætum farið betur með fé ef brottfallið væri minna." Kristín segir samstarf háskólans og framhaldsskóla hafa aukist og tengslin vera að styrkjast. Könnunin sendi framhaldskólunum skilaboð. „Ég held að það sé alveg ljóst að það er ástæða fyrir framhaldsskólana að skoða námsframboðið, bæði með tilliti til þessarar könnunar og niðurstaðna námsgengiskönnunarinnar þegar hún kemur." Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir námskrá framhaldsskólanna vera í skoðun. Ýmsir hafi lýst yfir áhyggjum af því að kjarnanám sé of lítið. Í framhaldsskólalögunum frá 2008 var skólunum veitt mikið svigrúm til sérstöðu og teljast nú aðeins enska, íslenska og stærðfræði til kjarnanáms. „Á sama tíma finnum við kröfu um að nemendur eigi rétt á almennum grunni sem sé sambærilegur á milli skóla. Það mundi auðvelda þeim að fara á milli skóla og eins búa þá betur undir háskólanám." Katrín segir í skoðun að koma á nýju námsstigi milli framhaldsskóla og háskóla, ekki ósvipað því sem tíðkast í Bandaríkjunum. Þá er einnig í skoðun í háskólanum að setja viðmið um bakgrunn nemenda í fleiri deildum en nú er. „Við erum að færa kerfið í þrepakerfi og gerum ráð fyrir að skil milli skólastiga verði meira fljótandi en nú er. Það er allt til skoðunar í því." Drög að námskránni er að finna á Netinu, en lokadrög munu verða tilbúin næsta vetur. Innlent Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira
Brottfall nemenda úr Háskóla Íslands (HÍ) er óviðunandi, segir Kristín Ingólfsdóttir, rektor skólans. Hún segir að svo virðist sem ein af ástæðunum fyrir brottfallinu sé að nemendur komi ekki nægilega vel undirbúnir úr framhaldsskólum.Hún segir ástæðu til að skoða námsframboð í skólunum. Fréttablaðið sagði á dögunum frá könnun sem sýndi að stór hluti nemenda fjölmargra framhaldsskóla telur sig ekki fá nægilega góðan undirbúning fyrir háskólanám. Kristín segir könnunina, sem unnin var á vegum HÍ, lið í því að draga úr brottfalli. Henni verður fylgt eftir með nákvæmari úttekt í haust. Hún segir mikilvægt að nemendur framhaldsskóla, foreldra þeirra og samfélagið hafi slíkar upplýsingar. „Könnunin er liður í að skoða ástæður brottfalls. Það er bæði verið að hugsa um nemendurna og hag þeirra, en einnig fjármuni. Við gætum farið betur með fé ef brottfallið væri minna." Kristín segir samstarf háskólans og framhaldsskóla hafa aukist og tengslin vera að styrkjast. Könnunin sendi framhaldskólunum skilaboð. „Ég held að það sé alveg ljóst að það er ástæða fyrir framhaldsskólana að skoða námsframboðið, bæði með tilliti til þessarar könnunar og niðurstaðna námsgengiskönnunarinnar þegar hún kemur." Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra segir námskrá framhaldsskólanna vera í skoðun. Ýmsir hafi lýst yfir áhyggjum af því að kjarnanám sé of lítið. Í framhaldsskólalögunum frá 2008 var skólunum veitt mikið svigrúm til sérstöðu og teljast nú aðeins enska, íslenska og stærðfræði til kjarnanáms. „Á sama tíma finnum við kröfu um að nemendur eigi rétt á almennum grunni sem sé sambærilegur á milli skóla. Það mundi auðvelda þeim að fara á milli skóla og eins búa þá betur undir háskólanám." Katrín segir í skoðun að koma á nýju námsstigi milli framhaldsskóla og háskóla, ekki ósvipað því sem tíðkast í Bandaríkjunum. Þá er einnig í skoðun í háskólanum að setja viðmið um bakgrunn nemenda í fleiri deildum en nú er. „Við erum að færa kerfið í þrepakerfi og gerum ráð fyrir að skil milli skólastiga verði meira fljótandi en nú er. Það er allt til skoðunar í því." Drög að námskránni er að finna á Netinu, en lokadrög munu verða tilbúin næsta vetur.
Innlent Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Sjá meira