Búnaður sem nýtist öllum æskilegastur 1. júlí 2010 04:00 Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra Dómsmálaráðherra segir að huga þurfi að nauðsynlegum aðgerðum til að bæta öryggi lögreglumanna: „Ég mun óska eftir því við ríkislögreglustjóra að embættið taki sérstaklega til umfjöllunar öryggi lögreglumanna og að gerðar verði viðeigandi ráðstafanir til úrbóta eða tillögum skilað til ráðuneytisins." Þetta segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra vegna umfjöllunar Fréttablaðsins fyrr í vikunni um tíðara og harðara ofbeldi borgara gegn lögreglumönnum við skyldustörf, oft samfara varanlegum skaða hjá þeim síðarnefndu. „Það álitaefni hefur verið til umfjöllunar um árabil hvort lögreglumenn og fangaverðir taki í notkun rafstuðtæki, öðru nafni rafbyssur," segir dómsmálaráðherra. „Ríkislögreglustjóri hefur komist að þeirri niðurstöðu að rafbyssa hafi umtalsverða kosti sem valdbeitingartæki með takmarkaðri áhættu. Þó hefur hann ekki talið ástæðu til, að svo stöddu, að búa öll lögreglulið rafbyssum. Til skoðunar kæmi að heimila sérsveitinni notkun á þeim til reynslu sem valkost í stað skotvopna." Ráðherra segir að í ljósi niðurstöðu ríkislögreglustjóra hafi verið litið svo á, við núverandi stöðu í ríkisfjármálum, að í öllu falli sé skynsamlegra að nota þá takmörkuðu fjármuni, sem lögregla hefur til búnaðarkaupa, til að kaupa búnað sem nýtist sem flestum lögreglumönnum, í stað þess að lagt verði út í kostnað við að vopna sérsveitina með rafbyssum. „Lögreglan hefur þurft að þola niðurskurð fjárheimilda og þess sér stað í starfseminni. Lögreglumenn eru uggandi um öryggi sitt og huga þarf að nauðsynlegum aðgerðum til að búa betur að því." - jss Innlent Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira
Dómsmálaráðherra segir að huga þurfi að nauðsynlegum aðgerðum til að bæta öryggi lögreglumanna: „Ég mun óska eftir því við ríkislögreglustjóra að embættið taki sérstaklega til umfjöllunar öryggi lögreglumanna og að gerðar verði viðeigandi ráðstafanir til úrbóta eða tillögum skilað til ráðuneytisins." Þetta segir Ragna Árnadóttir dómsmálaráðherra vegna umfjöllunar Fréttablaðsins fyrr í vikunni um tíðara og harðara ofbeldi borgara gegn lögreglumönnum við skyldustörf, oft samfara varanlegum skaða hjá þeim síðarnefndu. „Það álitaefni hefur verið til umfjöllunar um árabil hvort lögreglumenn og fangaverðir taki í notkun rafstuðtæki, öðru nafni rafbyssur," segir dómsmálaráðherra. „Ríkislögreglustjóri hefur komist að þeirri niðurstöðu að rafbyssa hafi umtalsverða kosti sem valdbeitingartæki með takmarkaðri áhættu. Þó hefur hann ekki talið ástæðu til, að svo stöddu, að búa öll lögreglulið rafbyssum. Til skoðunar kæmi að heimila sérsveitinni notkun á þeim til reynslu sem valkost í stað skotvopna." Ráðherra segir að í ljósi niðurstöðu ríkislögreglustjóra hafi verið litið svo á, við núverandi stöðu í ríkisfjármálum, að í öllu falli sé skynsamlegra að nota þá takmörkuðu fjármuni, sem lögregla hefur til búnaðarkaupa, til að kaupa búnað sem nýtist sem flestum lögreglumönnum, í stað þess að lagt verði út í kostnað við að vopna sérsveitina með rafbyssum. „Lögreglan hefur þurft að þola niðurskurð fjárheimilda og þess sér stað í starfseminni. Lögreglumenn eru uggandi um öryggi sitt og huga þarf að nauðsynlegum aðgerðum til að búa betur að því." - jss
Innlent Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Fleiri fréttir Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Sjá meira