Enski boltinn

Hamarinn til Hamranna

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Thomas Hitzlsperger.
Thomas Hitzlsperger. Nordic Photos / AFP
Þjóðverjinn Thomas Hitzlsperger gerði í dag þriggja ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið West Ham.

Hitzlsperger hefur verið á mála hjá Lazio undanfarna sex mánuði en snýr nú aftur í ensku úrvalsdeildina þar sem hann lék með Aston Villa í fimm ár.

Það var þá sem hann hlaut viðurnefnið „Hitz the Hammer" en West Ham hefur lengi verið kallað hamrarnir.

Hitzlsperger fór til Lazio til að auka möguleika sína á að komast í þýska landsliðið fyrir HM í sumar en það tókst ekki.

Hann er fyrsti leikmaðurinn sem kemur til félagsins eftir að Avram Grant gerðist knattspyrnustjóri þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×