Lífið

Viltu leika í grínþáttum með Árna Pétri og Kjartani?

Í sýnishorninu fær maður forsmekkinn af samskiptum bræðranna, Árni Pétur babblar út í eitt og Kjartan er ekkert nema fýlan.
Í sýnishorninu fær maður forsmekkinn af samskiptum bræðranna, Árni Pétur babblar út í eitt og Kjartan er ekkert nema fýlan.
Framleiðsla á gamanþáttum með bræðrunum Árna Pétri og Kjartani Guðjónssonum í aðalhlutverkum er að fara á fulla ferð og er nú komið sýnishorn úr þeim á netið. Sex þættir verða teknir upp á Akureyri og sýndir á Skjá Einum í haust.

Þar að auki fara fram leikaraprufur á laugardaginn og hvetja framleiðendur þáttanna alla áhugasama til að mæta og er ekkert aldurstakmar. Þar sem þættirnir gerast á Akureyri fara prufurnar einnig fram þar, nánar tiltekið á Pósthúsbarnum milli klukkan 11 og 15.

Leikstjóri þáttanna heitir Arnór Pálmi en kvikmyndagerðarmaðurinn Baldvin Z framleiðir þá í gegnum glænýtt framleiðslufyrirtæki sitt, Zeta Films. Baldvin er sjálfur að leggja lokahönd á kvikmyndina Óróa þessa dagana. Hann vildi ekki gefa mikið upp um innihald þáttana í samtali við Fréttablaðið um deginn en sagði að við sögu komi bæði persónur frá höfuðstað norðurlands sem og færeyskar. „Þetta er Eddu-verðlaunahlutverkið hans Kjartans," bætti hann við.

„Okkur líst alveg ótrúlega vel á þetta. Ég er búin að lesa handritið og sjá prufuþátt og þetta lítur alveg ótrúlega vel út," segir Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, dagskrárstjóri Skjás eins.


Tengdar fréttir

Bræður í norðlenskum gamanþáttum

Ný íslensk gamanþáttasería verður tekin til sýninga á Skjá einum í haust. Um er að ræða sex þætti sem teknir verða upp á Akureyri. Framleiðandi þáttanna er Baldvin Z og leikstjóri þeirra verður Arnór Pálmi en hann skrifaði handritið ásamt þeim Heiðari Mar og Katrínu Björgvinsdóttur. „






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.