Massa: Búumst til varnar gegn McLaren 14. apríl 2010 14:47 Felipe Massa er í forystu í stigakeppni ökumanna á Ferrari. Mynd: Getty Images Felipe Massa hjá Ferrari er í forystu í stigamóti ökumanna og fyrir aftan er þéttur hópur reynslumikilla ökumanna. Massa telur að McLaren með nýjan búnað sem stýrir loftflæði á afturvæng bílsins á nýstárlegan hátt gæti veitt þeim forskot um helgina. "Við verðum að vera varkárir á þessu ári á beina kaflanum, því við höfum séð hvað McLaren bílarnir eru hraðskreiðir á beinu köflunum. Ef við verðum í hörðum slag við þá, þá verðum við að vera tilbúnir að verjast", sagði Massa um komandi mót í Sjanghæ um helgina á vefsíðu Autosport. Massa er með 39 stig í stigakeppni ökumanna, en fyrir aftan eru Fernando Alonso og Sebastian Vettel með 37 stig og Jenson Button og Nico Rosberg með 35 stig. Hvert sæti skiptir því máli og með nýrri stigagjöf, er eftir miklu að slægjast hvað sigur varðar. Fyrsta sætið gefur 8 stig umfram annað sætið. Ferrari hefur endurbætt bíl sinn og ljóst að vélarvandamál sem háði Fernando Alonso var einangrað vandamál að mati Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóra Ferrari. Massa er líka sannfærður um að bíllinn verður betri. "Ég hlakka til að fá nýja hluti í bílinn, sem eflir hann og vona að það komi að gagni í baráttunni við Red Bull og McLaren", sagði Massa. Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Felipe Massa hjá Ferrari er í forystu í stigamóti ökumanna og fyrir aftan er þéttur hópur reynslumikilla ökumanna. Massa telur að McLaren með nýjan búnað sem stýrir loftflæði á afturvæng bílsins á nýstárlegan hátt gæti veitt þeim forskot um helgina. "Við verðum að vera varkárir á þessu ári á beina kaflanum, því við höfum séð hvað McLaren bílarnir eru hraðskreiðir á beinu köflunum. Ef við verðum í hörðum slag við þá, þá verðum við að vera tilbúnir að verjast", sagði Massa um komandi mót í Sjanghæ um helgina á vefsíðu Autosport. Massa er með 39 stig í stigakeppni ökumanna, en fyrir aftan eru Fernando Alonso og Sebastian Vettel með 37 stig og Jenson Button og Nico Rosberg með 35 stig. Hvert sæti skiptir því máli og með nýrri stigagjöf, er eftir miklu að slægjast hvað sigur varðar. Fyrsta sætið gefur 8 stig umfram annað sætið. Ferrari hefur endurbætt bíl sinn og ljóst að vélarvandamál sem háði Fernando Alonso var einangrað vandamál að mati Stefano Domenicali, framkvæmdarstjóra Ferrari. Massa er líka sannfærður um að bíllinn verður betri. "Ég hlakka til að fá nýja hluti í bílinn, sem eflir hann og vona að það komi að gagni í baráttunni við Red Bull og McLaren", sagði Massa.
Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 116-79 | Keflvíkingar rassskelltir á Króknum Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 81-85 | Kreistu út sigur á síðustu stundu gegn föllnum Haukum Körfubolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Fleiri fréttir Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira