Sömu mistök en ekki sama ábyrgð 14. apríl 2010 03:00 skorti heildarsýn Nefndin átelur Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur fyrir að hafa ekki brugðist við þegar viðvörunarbjöllurnar glumdu. Þar sem efnahagsmál voru ekki á hennar verksviði telst hún ekki hafa vanrækt starf sitt.fréttablaðið/anton Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fékk sömu upplýsingar og þeir ráðherrar sem taldir voru sýna vanrækslu í starfi. Meiri raunar en viðskiptaráðherrann. Þar sem efnahagsmál eru ekki á hennar verksviði telst hún ekki hafa sýnt vanrækslu í starfi. Fjórir ráðherrar fengu tækifæri til andmæla við rannsóknarnefndina: Árni M. Mathiesen, Björgvin G. Sigurðsson, Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Þeir þrír fyrstnefndu teljast hafa sýnt vanrækslu í starfi. Það á ekki við um Ingibjörgu Sólrúnu. Við lestur skýrslunnar kemur í ljós að sú staðreynd sýnir ekki að Ingibjörg Sólrún hafi hegðað sér á annan hátt en hinir þrír. Þar sem hún gegndi stöðu utanríkisráðherra voru efnahagsmálin hins vegar ekki á hennar könnu. Skiptir þá engu þótt hún hafi setið ráðherrafundi um þau mál, fundi sem Björgvin G. Sigurðsson, ráðherra viðskiptamála, fregnaði af eftir á. Í skýrslunni er bent á muninn á því hvort ráðherrar „fóru stöðu sinnar vegna með beinar skyldur og ábyrgð á sviði fjármálamarkaðar og/eða efnahagsmála, eins og Geir og Árni, eða áttu yfirleitt hlut að máli vegna pólitískrar stöðu sinnar innan ríkisstjórnar en ekki á grundvelli lagalegrar stöðu sinnar sem ráðherra, líkt og Ingibjörg Sólrún". Ingibjörg Sólrún bendir á þessa staðreynd í sínum andsvörum. Þar fer hún yfir verkaskiptinguna og bendir á undir hvaða ráðuneyti fjármálin og eftirlitsstofnanir heyra. Oddvitum ríkisstjórnarflokkanna sé ekki markað sérstakt hlutverk. „Ég verð því ekki sökuð um að hafa á einhvern hátt brugðist hlutverki mínu sem oddviti Samfylkingarinnar með vísan til reglna sem gilda um ábyrgð í slíku starfi." Mistök í stjórnarsáttmálaÍ rannsóknarskýrslunni eru stjórnvöld almennt átalin fyrir að fara ekki fram á athuganir á stöðunni. Á það bæði við um síðasta árið fyrir hrun, en einnig fyrr. Samfylkingin myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum í maí 2007 og var sambandið innsiglað með frægum kossi á Þingvöllum. Í stjórnarsáttmálanum eru ákvæði sem nefndin telur að hafi beinlínis hamlað gegn aðgerðum sem dregið hefðu úr áhættunni. Er þar fyrst og fremst átt við þá stefnu stjórnarinnar að fjármálastarfsemi gæti áfram vaxið hér á landi og sótt inn á ný svið í samkeppni við önnur markaðssvæði. Þessari stefnu er ekki opinberlega breytt fyrr en með falli bankanna í október 2008. Nefndin telur hins vegar augljóst að ástæður „fyrir sérstökum vandræðum íslensku bankanna þegar að kreppti á fjármálamarkaði, væri að verulegu leyti að leita í áhættusækni og óheftum erlendum vexti þeirra" líkt og segir í skýrslunni. Tekið skal fram að hér er ekki verið að vísa til hrunsins 2008, þegar rætt er um fjármálakreppu, heldur „minni-kreppuna" svokölluðu árið 2006. Að mati nefndarinnar mátti oddvitum stjórnarflokkanna því vera ljóst að þetta ákvæði ýtti undir áhættusækni bankanna. Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn settu sér einnig þá stefnu, vorið 2007, að bankarnir hefðu áfram höfuðstöðvar sínar hér á landi. Það hafi komið mönnum í koll, enda efnahagsreikningar bankanna margföld þjóðarframleiðsla landsins. Stjórn Geirs og Ingibjargar hafi þannig unnið gegn tveimur helstu leiðunum til að minnka áhættuna: flytja hina tröllvöxnu banka úr landi og minnka efnahagsreikning þeirra. Bankarnir mærðirMeðal þess sem nefndin átelur í starfi Ingibjargar Sólrúnar sem utanríkisráðherra, er að hún hafi mært bankana án þess að fyrir því hafi verið innistæða. Meðal annars er þar vísað til ráðstefnu, sem ráðuneytið stóð fyrir í febrúar 2008. Heiti hennar var „Umfjöllun um íslenska fjármálageirann - hlutverk utanríkisþjónustunnar". Þar var brýnt fyrir starfsmönnum utanríkisþjónustunnar að leggjast á árarnar með fjármálageiranum. Einnig er vísað til ræðu sem hún hélt í Danmörku í mars 2008 og viðtals við Politiken þar í kjölfarið. Þar sagði hún mat dönsku bankanna á þeim íslensku vera rangt og skýrast af því að þeir væru í samkeppni. Íslensku bankarnir stæðu vel. Spurningum nefndarinnar hvort ekki hefði verið ráð að fara ítarlega yfir skýrslur greiningardeildar Danske Bank og kanna hvort hætta væri á ferðum, svaraði Ingibjörg Sólrún rannsóknarnefndinni: „Eflaust hefði verið full ástæða til þess að gera það, en ég held að menn hafi kannski svolítið afgreitt það með Danske Bank að þetta væri samkeppnisaðili við íslensku bankana og svona áhöld um það hvað ætti að taka það, ég veit ekki hvað ég á að segja, alvarlega, eða kannski hver væri trúverðugleiki þeirrar úttektar." Í athugasemdum sínum segir Ingibjörg ræðuna vera byggða á upplýsingum fagráðuneytanna og minnir á að Moody's hafði nýverið gefið íslensku bankakerfi góða einkunn. Vissi en gerði ekkertHelsta gagnrýni nefndarinnar lýtur að því sama hjá Ingibjörgu Sólrúnu og öðrum ráðherrum; hún hafi vitað um slæma stöðu bankanna en ekkert aðhafst. Hún hafi til að mynda setið fundi þar sem Seðlabankinn upplýsti um hættuna á Icesave-reikningunum. Þrátt fyrir að málið félli ekki undir hennar verksvið hefði hún, sem oddviti í ríkisstjórn, átt að biðja um frekari upplýsingar, enda væri málið af þeirri stærðargráðu að gæti, líkt og raunin varð, skaðað íslenskan efnahag. Það ætti að vera næg ástæða til að grípa til aðgerða. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vildi ekki tjá sig um efni skýrslunnar þegar eftir því var leitað í gær. kolbeinn@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir fékk sömu upplýsingar og þeir ráðherrar sem taldir voru sýna vanrækslu í starfi. Meiri raunar en viðskiptaráðherrann. Þar sem efnahagsmál eru ekki á hennar verksviði telst hún ekki hafa sýnt vanrækslu í starfi. Fjórir ráðherrar fengu tækifæri til andmæla við rannsóknarnefndina: Árni M. Mathiesen, Björgvin G. Sigurðsson, Geir H. Haarde og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Þeir þrír fyrstnefndu teljast hafa sýnt vanrækslu í starfi. Það á ekki við um Ingibjörgu Sólrúnu. Við lestur skýrslunnar kemur í ljós að sú staðreynd sýnir ekki að Ingibjörg Sólrún hafi hegðað sér á annan hátt en hinir þrír. Þar sem hún gegndi stöðu utanríkisráðherra voru efnahagsmálin hins vegar ekki á hennar könnu. Skiptir þá engu þótt hún hafi setið ráðherrafundi um þau mál, fundi sem Björgvin G. Sigurðsson, ráðherra viðskiptamála, fregnaði af eftir á. Í skýrslunni er bent á muninn á því hvort ráðherrar „fóru stöðu sinnar vegna með beinar skyldur og ábyrgð á sviði fjármálamarkaðar og/eða efnahagsmála, eins og Geir og Árni, eða áttu yfirleitt hlut að máli vegna pólitískrar stöðu sinnar innan ríkisstjórnar en ekki á grundvelli lagalegrar stöðu sinnar sem ráðherra, líkt og Ingibjörg Sólrún". Ingibjörg Sólrún bendir á þessa staðreynd í sínum andsvörum. Þar fer hún yfir verkaskiptinguna og bendir á undir hvaða ráðuneyti fjármálin og eftirlitsstofnanir heyra. Oddvitum ríkisstjórnarflokkanna sé ekki markað sérstakt hlutverk. „Ég verð því ekki sökuð um að hafa á einhvern hátt brugðist hlutverki mínu sem oddviti Samfylkingarinnar með vísan til reglna sem gilda um ábyrgð í slíku starfi." Mistök í stjórnarsáttmálaÍ rannsóknarskýrslunni eru stjórnvöld almennt átalin fyrir að fara ekki fram á athuganir á stöðunni. Á það bæði við um síðasta árið fyrir hrun, en einnig fyrr. Samfylkingin myndaði ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum í maí 2007 og var sambandið innsiglað með frægum kossi á Þingvöllum. Í stjórnarsáttmálanum eru ákvæði sem nefndin telur að hafi beinlínis hamlað gegn aðgerðum sem dregið hefðu úr áhættunni. Er þar fyrst og fremst átt við þá stefnu stjórnarinnar að fjármálastarfsemi gæti áfram vaxið hér á landi og sótt inn á ný svið í samkeppni við önnur markaðssvæði. Þessari stefnu er ekki opinberlega breytt fyrr en með falli bankanna í október 2008. Nefndin telur hins vegar augljóst að ástæður „fyrir sérstökum vandræðum íslensku bankanna þegar að kreppti á fjármálamarkaði, væri að verulegu leyti að leita í áhættusækni og óheftum erlendum vexti þeirra" líkt og segir í skýrslunni. Tekið skal fram að hér er ekki verið að vísa til hrunsins 2008, þegar rætt er um fjármálakreppu, heldur „minni-kreppuna" svokölluðu árið 2006. Að mati nefndarinnar mátti oddvitum stjórnarflokkanna því vera ljóst að þetta ákvæði ýtti undir áhættusækni bankanna. Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn settu sér einnig þá stefnu, vorið 2007, að bankarnir hefðu áfram höfuðstöðvar sínar hér á landi. Það hafi komið mönnum í koll, enda efnahagsreikningar bankanna margföld þjóðarframleiðsla landsins. Stjórn Geirs og Ingibjargar hafi þannig unnið gegn tveimur helstu leiðunum til að minnka áhættuna: flytja hina tröllvöxnu banka úr landi og minnka efnahagsreikning þeirra. Bankarnir mærðirMeðal þess sem nefndin átelur í starfi Ingibjargar Sólrúnar sem utanríkisráðherra, er að hún hafi mært bankana án þess að fyrir því hafi verið innistæða. Meðal annars er þar vísað til ráðstefnu, sem ráðuneytið stóð fyrir í febrúar 2008. Heiti hennar var „Umfjöllun um íslenska fjármálageirann - hlutverk utanríkisþjónustunnar". Þar var brýnt fyrir starfsmönnum utanríkisþjónustunnar að leggjast á árarnar með fjármálageiranum. Einnig er vísað til ræðu sem hún hélt í Danmörku í mars 2008 og viðtals við Politiken þar í kjölfarið. Þar sagði hún mat dönsku bankanna á þeim íslensku vera rangt og skýrast af því að þeir væru í samkeppni. Íslensku bankarnir stæðu vel. Spurningum nefndarinnar hvort ekki hefði verið ráð að fara ítarlega yfir skýrslur greiningardeildar Danske Bank og kanna hvort hætta væri á ferðum, svaraði Ingibjörg Sólrún rannsóknarnefndinni: „Eflaust hefði verið full ástæða til þess að gera það, en ég held að menn hafi kannski svolítið afgreitt það með Danske Bank að þetta væri samkeppnisaðili við íslensku bankana og svona áhöld um það hvað ætti að taka það, ég veit ekki hvað ég á að segja, alvarlega, eða kannski hver væri trúverðugleiki þeirrar úttektar." Í athugasemdum sínum segir Ingibjörg ræðuna vera byggða á upplýsingum fagráðuneytanna og minnir á að Moody's hafði nýverið gefið íslensku bankakerfi góða einkunn. Vissi en gerði ekkertHelsta gagnrýni nefndarinnar lýtur að því sama hjá Ingibjörgu Sólrúnu og öðrum ráðherrum; hún hafi vitað um slæma stöðu bankanna en ekkert aðhafst. Hún hafi til að mynda setið fundi þar sem Seðlabankinn upplýsti um hættuna á Icesave-reikningunum. Þrátt fyrir að málið félli ekki undir hennar verksvið hefði hún, sem oddviti í ríkisstjórn, átt að biðja um frekari upplýsingar, enda væri málið af þeirri stærðargráðu að gæti, líkt og raunin varð, skaðað íslenskan efnahag. Það ætti að vera næg ástæða til að grípa til aðgerða. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir vildi ekki tjá sig um efni skýrslunnar þegar eftir því var leitað í gær. kolbeinn@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira