Synjun gæti valdið pólitískri upplausn 4. janúar 2010 03:00 Ákvörðunar Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, um hvort hann staðfestir eða synjar lögum um ríkisábyrgð vegna Icesave hefur verið beðið frá því á gamlársdag. Hér að ofan sést hann ræða við fjölmiðla eftir ríkisráðsfund á Bessastöðum á gamlársdag. Fréttablaðið/Daníel Taki forseti Íslands sér lengri umþóttunartíma en til dagsins í dag vegna Icesave-laganna kann hann að mati Eiríks Tómassonar lagaprófessors að vera brotlegur við stjórnarskrá. Eiríkur segir ekki við neinar reglur að styðjast um hversu langan tíma forsetinn geti tekið sér til að gera upp hug sinn. Almennt séu lög undirrituð jafnóðum og þau berast frá Alþingi. „Það er ekkert athugavert við að forsetinn taki sér einhvern umþóttunartíma, en hann má að mínum dómi ekki vera lengri en örfáir dagar,“ segir hann og bendir á að ákvörðun forseta hafi legið fyrir daginn eftir að lögð voru fyrir hann lög um fjölmiðla í júníbyrjun 2004. Þau voru ekki lögð fyrir forseta fyrr en viku eftir að þau voru samþykkt á Alþingi. Frídagar um áramótin segir Eiríkur að geri stöðuna sérstaka nú. „Ef þetta hefði gerst í miðri viku hefði maður talið tímann fulllangan nú þegar.“ Eiríkur segir tímann hins vegar geta skipt máli, enda sé þingið búið að samþykkja lagafrumvarp og síðan er gert ráð fyrir því að ef forsetinn synji lögum staðfestingar þá öðlist þau þegar gildi. „Það getur oft legið á að lög öðlist gildi, þótt það geti verið misjafnt. Í þessu tilviki sem við stöndum nú frammi fyrir sjáum við að þótt lögin komi ekki til framkvæmda fyrr en eftir langan tíma þá getur skipt máli að eytt sé óvissu um það hvort þau öðlist gildi til frambúðar eða hugsanlega til bráðabirgða. Þess vegna væri það að mínum dómi brot á stjórnarskrá ef forsetinn færi að draga þetta á langinn umfram örfáa daga,“ segir hann og kveðst telja að forsetanum beri að gera upp hug sinn ekki síðar en í dag. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir erfitt að geta sér til um mögulegar afleiðingar þess synji forseti Íslands lögunum staðfestingar. „Það er náttúrlega líklegt að það gæti leitt af sér mikla pólitíska upplausn og alvarlegt ástand,“ segir hann, en rifjar um leið upp að það sama hafi menn haldið árið 2004 þegar fjölmiðlalögin hafi verið lögð fyrir forsetann. „Þá varð reyndar ekki pólitísk upplausn. Hins vegar eru aðstæður kannski miklu erfiðari núna en voru þá,“ segir hann. Þannig sé ekki hægt að gefa sér að ríkisstjórnin myndi hrökklast frá nú þótt lögin yrðu ekki staðfest. „En það kemur alveg til greina.“ Ólafur telur hins vegar líklegra að forsetinn staðfesti lögin, þótt ómögulegt sé um það að spá. „Hann hefur líka opnað þann möguleika að synja.“ olikr@frettabladid.is Eiríkur Tómasson Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira
Taki forseti Íslands sér lengri umþóttunartíma en til dagsins í dag vegna Icesave-laganna kann hann að mati Eiríks Tómassonar lagaprófessors að vera brotlegur við stjórnarskrá. Eiríkur segir ekki við neinar reglur að styðjast um hversu langan tíma forsetinn geti tekið sér til að gera upp hug sinn. Almennt séu lög undirrituð jafnóðum og þau berast frá Alþingi. „Það er ekkert athugavert við að forsetinn taki sér einhvern umþóttunartíma, en hann má að mínum dómi ekki vera lengri en örfáir dagar,“ segir hann og bendir á að ákvörðun forseta hafi legið fyrir daginn eftir að lögð voru fyrir hann lög um fjölmiðla í júníbyrjun 2004. Þau voru ekki lögð fyrir forseta fyrr en viku eftir að þau voru samþykkt á Alþingi. Frídagar um áramótin segir Eiríkur að geri stöðuna sérstaka nú. „Ef þetta hefði gerst í miðri viku hefði maður talið tímann fulllangan nú þegar.“ Eiríkur segir tímann hins vegar geta skipt máli, enda sé þingið búið að samþykkja lagafrumvarp og síðan er gert ráð fyrir því að ef forsetinn synji lögum staðfestingar þá öðlist þau þegar gildi. „Það getur oft legið á að lög öðlist gildi, þótt það geti verið misjafnt. Í þessu tilviki sem við stöndum nú frammi fyrir sjáum við að þótt lögin komi ekki til framkvæmda fyrr en eftir langan tíma þá getur skipt máli að eytt sé óvissu um það hvort þau öðlist gildi til frambúðar eða hugsanlega til bráðabirgða. Þess vegna væri það að mínum dómi brot á stjórnarskrá ef forsetinn færi að draga þetta á langinn umfram örfáa daga,“ segir hann og kveðst telja að forsetanum beri að gera upp hug sinn ekki síðar en í dag. Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir erfitt að geta sér til um mögulegar afleiðingar þess synji forseti Íslands lögunum staðfestingar. „Það er náttúrlega líklegt að það gæti leitt af sér mikla pólitíska upplausn og alvarlegt ástand,“ segir hann, en rifjar um leið upp að það sama hafi menn haldið árið 2004 þegar fjölmiðlalögin hafi verið lögð fyrir forsetann. „Þá varð reyndar ekki pólitísk upplausn. Hins vegar eru aðstæður kannski miklu erfiðari núna en voru þá,“ segir hann. Þannig sé ekki hægt að gefa sér að ríkisstjórnin myndi hrökklast frá nú þótt lögin yrðu ekki staðfest. „En það kemur alveg til greina.“ Ólafur telur hins vegar líklegra að forsetinn staðfesti lögin, þótt ómögulegt sé um það að spá. „Hann hefur líka opnað þann möguleika að synja.“ olikr@frettabladid.is Eiríkur Tómasson
Mest lesið Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Fleiri fréttir Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Sjá meira