Viðskipti erlent

Tekjurnar af myndinni Avatar orðnar 125 milljarðar

Tekjurnar af myndinni Avatar eru orðnar meiri en milljarður dollara eða rúmlega 125 milljarðar kr. Þar með er myndin orðin sú fjórða söluhæsta í sögunni eftir aðeins 17 daga í sýningu.

Í frétt um málið á vefsíðunni business.dk segir að tekjurnar af sýningum Avatar á fyrstu helgi ársins námu rúmlega 200 milljónum dollara og enn á eftir að frumsýna hana í Kína og ýmsum öðrum löndum.

James Cameron leikstjóri Avatar á einnig myndina sem var er sú söluhæsta í sögunni, þ.e. Titanic, en tekjurnar af henni námu 1,8 milljörðum dollara. Í öðru sæti er Hringadróttinssaga með 1,12 milljarða dollara og í þriðja sætinu er Pirates of the Carabbean, Dead Man´s Chest sem náði 1,07 milljörðum dollara.

„Þetta er orðið eins og stjórnlaus járnbrautarlest, hún bara rúllar og rúllar áfram," segir Bert Livingston einn af forstjórum Fox kvikmyndaversins sem er að sjálfsögu hæstánægður með framvinduna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×