Innlent

Mugabe svæfði Össur

Myndin var tekin undir ræðu forseta Zimbabwe.
Myndin var tekin undir ræðu forseta Zimbabwe.
Robert Mugabe, forseta Zimbabwe, tókst að svæfa Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og sendinefnd Íslands á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna þegar hann tók til máls í gær. Fjallað er um málið á þýska fréttavefnum Die Ziet en myndin sem birtist með fréttinni hefur vakið mikla athygli.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, og Össur héldu til New York fyrr í vikunni til að sitja leiðtogaráðstefnu um þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna frá árinu 2000. Yfir hundrað þjóarleiðtogar og fjöldi ráðherra tóku þátt í ráðstefnunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×