Lífið

Nína Dögg sýnir leikmynd Hamskipta

Hin rómaða sýning Vesturports á Hamskiptunum snýr nú aftur í Þjóðleikhúsið, en aðeins verða örfáar sýningar á verkinu.

Hamskiptin var frumsýnd í Lyric Hammersmith leikhúsinu í London fyrir tveimur árum og hlaut þá tilnefningu til Evening Standard verðlaunanna. Í kjölfarið var sýningin endurfrumsýnd í nýrri íslenskri gerð í Þjóðleikhúsinu. Hætta þurfti sýningum fyrir fullu húsi, og í lok leikárs hlutu Hamskiptin Grímuverðlaunin sem leiksýning ársins.

Í meðfylgjandi myndskeiði sýnir Nína Dögg Filippusdóttir leikkona okkur leikmynd verksins meðal annars. Þá má sjá aðalleikarann Gísla Örn Garðarsson, eiginmann Ninu, bregða fyrir í lok viðtalsins.

Eftir sýningar í Þjóðleikhúsinu nú tekur við sýningartímabil í BAM leikhúsinu í New York.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×