Viðskipti innlent

Seðlabankinn má eiga Sjóvá

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Seðlabankinn má eiga í Sjóvá.
Seðlabankinn má eiga í Sjóvá.
Fjármálaeftirlitið veitti Eignasafni Seðlabanka Íslands nýverið heimild til þess að fara með virkan eignarhlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. Þetta kemur fram á vef FME.

Forsaga málsins er sú að vorið 2009 óskaði skilanefnd Glitnis eftir því við helstu kröfuhafa á eignarhaldsfélög Sjóvár að staðið yrði sameiginlega að aðgerðum til að bjarga tryggingarhluta Sjóvár frá gjaldþroti. Kröfuhafarnir, sem voru dótturfélg skilanefndar Glitnis, Íslandsbanki og ríkissjóður lögðu félaginu til aukið eigið fé og þannig komst það í þeirra eigu. Hlutur ríkissjóðs var svo færður inn í Eignasafn Seðlabankans, sem er að fullu í eigu Seðlabanka Íslands.

Eignasafn Seðlabanka Íslands á nú um 73% í Sjóvá, Íslandsbanki á 9,3% hlutafjár og SAT eignarhaldsfélag Glitnis á 17,7% hlutafjár. Sjóvá hefur verið i sölumeðferð undanfarið og hafa viðræður staðið yfir við hóp manna sem Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur fer fyrir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×