Lífið

Gere hugsaði um aurinn í sinni frægustu mynd

Richard Gere tók að sér aðalhlutverkið í kvikmyndinni An Officer and a Gentleman vegna peninganna.
Richard Gere tók að sér aðalhlutverkið í kvikmyndinni An Officer and a Gentleman vegna peninganna. Mynd/AFP

Richard Gere var ekkert sérstaklega hrifinn af því að leika í kvikmyndinni An Officer and a Gentleman á sínum tíma.

Hann gerði það eingöngu vegna þess að hann var blankur. Þetta kemur fram í viðtali við leikarann í skoska blaðinu The Scotsman.

Myndin var tilnefnd til sex Óskarsverðlauna og fékk tvenn, fyrir bestan leik í aukahlutverki og lagið Up where We Belong.

Gere segir að það sem hafi ráðið mestu um að hann tók hlutverkið að sér var sú staðreynd að hann var blankur.

„Sem betur fer gekk myndin vel og ég var því heppinn," segir Gere og bætir því við að fólk sem kunni að leika en hafi jafnframt aðra hæfileika skuli einbeita sér að þeim í stað leiklistarinnar.

„Aðeins eitt prósent leikara fær vinnu," segir Gere.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.