Fótbolti

Fyrrum heimsmeistari ánægður með komu Garðars

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Garðar Gunnlaugsson.
Garðar Gunnlaugsson.
Garðar Gunnlaugsson mun spila með þýska C-deildarliðinuu SpVgg Unterhaching næstu tvö tímabil en tilkynnt var um samning hans á heimasíðu félagsins í dag.

Þjálfari Unterhaching er hinn gamalkunni Klaus Augenthaler sem er fyrrum heimsmeistari með þýska landsliðinu. Augenthaler er ánægður með að fá Garðar sem skoraði 4 mörk í 2 æfingaleikjum með liðinu.

„Við höfum skoðað hann vel og það er mat okkr allra að hann geti hjálpað okkur," sagði Klaus Augenthaler á heimasíðu félagsins.

„Þegar við höfum það í huga að hann hefur ekki spilað í langan tíma og er ekki í miklu leikformi þá á hann aðeins eftir að verða betri. Við vonumst til þess að hann spili jafnvel í leikjunum og hann hefur sýnt okkur," sagði Augenthaler.

Garðar mun spila í treyju númer 19 hjá félaginu. „Ég vonast til að fá að spila mikið og skora mikið af mörkum. Aðalatriðið er þó að hjálpa félaginu til þess að komast upp í 2. deildina," sagði Garðar í viðtali við heimasíðu Unterhaching.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×