Viðskipti erlent

Voru aðvaraðir árið 2004 vegna galla í Toyota

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Toyota. Mynd/ Valgarður.
Toyota. Mynd/ Valgarður.
Eftirlitsaðilar í Bandaríkjunum voru aðvaraðir árið 2004 vegna slysa sem tengdust Toyota bifreiðum, segir Daily Telegraph.

Það var tryggingafélagið State Farm sem segist hafa vakið athygli á málinu fyrir um það bil sex árum síðan. Upphaflega var talið að fyrirtækið hefði ekki vakið athygli á málinu fyrr en seint á árinu 2007. En þegar nánar voru skoðuð gögn hjá State Farm kom annað í ljós.

Toyota í Bandaríkjunum, Evrópu og víðar hafa innkallað milljónir bifreiða vegna hugsanlegs galla í bensíngjöf.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×