BUGL: Bráðainnlögnum fjölgar um þriðjung Helga Arnardóttir skrifar 5. febrúar 2010 19:03 Bráðainnlögnum ungmenna á barna-og unglingageðdeild Landspítalans hefur fjölgað um rúmlega þriðjung síðustu þrjá mánuði. Innlagnir eru flestar vegna sjálfsvígstilrauna, sjálfsskaða, þunglyndis og kvíða. Geðlæknar eru órólegir yfir þessari þróun og óttast að efnahagsástandið sé farið að bitna á geðheilsu barna. Algengt hefur verið að bráðainnlagnir á barna- og unglingageðdeildina hafa verið 15-20 á mánuði. Það er þó sveiflukennt en síðustu þrjá mánuði hefur orðið breyting þar á því þær hafa farið upp í þrjátíu á mánuði. „Við veltum fyrir okkur hvað þarna sé á ferðinni, hvort þetta geti verið vísbending um að það sé aukið álag á barnafjölskyldur. Það komi þannig fram að þær sem standa höllum fæti fyrir og börn sem eru veikari fyrir þurfi á meiri aðstoð að halda og stundum bráðaþjónustu," segir Ólafur Ó. Guðmundsson yfirgeðlæknir á BUGL. Þetta eru flest ungmenni á aldrinum 13-18 ára þó aldurinn hafi farið allt niður í átta ára í örfáum tilvikum. „Hvað bráðamálin varðar þá er það oftast í tengslum við lífsleiða og uppgjöf eða sjálfsskaðahegðun og sjálfsvígstilraunir. Allt er þetta tengt alvarlegu þunglyndi, kvíða og þess háttar." Breyttar aðstæður barna geti valdið mikilli vanlíðan segir Ólafur. Þurfi börn að skipta um húsnæði vegna atvinnu-eða húsnæðismissis foreldra geti það oft skapað álag fyrir börn sem séu veik fyrir. Hann segir álag hafa aukist verulega á geðheilbrigðiskerfið. „Við óttumst að niðurskurðurinn sé kominn fram og vörum við því" Reynsla annarra þjóða sýni að niðurskurður á stuðningsúrræðum bitni verst á þeim séu veikir fyrir og geti gert vanda þeirra verri. Nú bíði hátt í tuttugu ungmenni í miklum vanda eftir innlögn á BUGL. Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira
Bráðainnlögnum ungmenna á barna-og unglingageðdeild Landspítalans hefur fjölgað um rúmlega þriðjung síðustu þrjá mánuði. Innlagnir eru flestar vegna sjálfsvígstilrauna, sjálfsskaða, þunglyndis og kvíða. Geðlæknar eru órólegir yfir þessari þróun og óttast að efnahagsástandið sé farið að bitna á geðheilsu barna. Algengt hefur verið að bráðainnlagnir á barna- og unglingageðdeildina hafa verið 15-20 á mánuði. Það er þó sveiflukennt en síðustu þrjá mánuði hefur orðið breyting þar á því þær hafa farið upp í þrjátíu á mánuði. „Við veltum fyrir okkur hvað þarna sé á ferðinni, hvort þetta geti verið vísbending um að það sé aukið álag á barnafjölskyldur. Það komi þannig fram að þær sem standa höllum fæti fyrir og börn sem eru veikari fyrir þurfi á meiri aðstoð að halda og stundum bráðaþjónustu," segir Ólafur Ó. Guðmundsson yfirgeðlæknir á BUGL. Þetta eru flest ungmenni á aldrinum 13-18 ára þó aldurinn hafi farið allt niður í átta ára í örfáum tilvikum. „Hvað bráðamálin varðar þá er það oftast í tengslum við lífsleiða og uppgjöf eða sjálfsskaðahegðun og sjálfsvígstilraunir. Allt er þetta tengt alvarlegu þunglyndi, kvíða og þess háttar." Breyttar aðstæður barna geti valdið mikilli vanlíðan segir Ólafur. Þurfi börn að skipta um húsnæði vegna atvinnu-eða húsnæðismissis foreldra geti það oft skapað álag fyrir börn sem séu veik fyrir. Hann segir álag hafa aukist verulega á geðheilbrigðiskerfið. „Við óttumst að niðurskurðurinn sé kominn fram og vörum við því" Reynsla annarra þjóða sýni að niðurskurður á stuðningsúrræðum bitni verst á þeim séu veikir fyrir og geti gert vanda þeirra verri. Nú bíði hátt í tuttugu ungmenni í miklum vanda eftir innlögn á BUGL.
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira