Þrjár rýtingsstungur á einni viku 5. febrúar 2010 06:00 Einar K. Guðfinnsson skrifar um ríkisstjórnarsamstarfið Hjá Samfylkingunni hafa menn greinilega talið að komið væri að því að kenna samstarfsaðilunum hjá Vinstri grænum lexíuna. Láta þá vita hverjir réðu. Það var svo gert í vikunni, ekki einu sinni heldur þrisvar. Fyrst þegar sett var á svið leikrit í þinginu þar sem samfylkingarþingmaður spurði forsætisráðherrann um hvort nokkur bilbugur væri á því að sameina atvinnuvegaráðuneytin þrjú. Þetta var gert strax í kjölfar þess að VG hafði ályktað gegn slíkum áformum. Svar forsætisráðherra var skýrt. Jú við sameinum og VG er skuldbundið okkur með stuðning við það mál. Þar höfðu þeir það. Næst þegar ráðherra úr liði VG hafði sett fram sjávarútvegsfrumvarp og ætlaði að láta tekjur af veiðileyfauppboði renna til sjávarbyggðanna sérstaklega. Samfylkingin notaði tækifærið, með aðkomu iðnaðarráðherrans, til þess að hverfa frá þessum byggðasjónarmiðum og ráðstafa fjármunum þessum til annarra hluta. Alls 150 milljónum króna. Með öðrum orðum, vilji ráðherrans sem málið flutti var að engu hafður. Vaðið var inn í frumvarpið og fjármagninu svissað yfir í allt aðra farvegi en ráðherra málaflokksins vildi. Og loks var það forsætisráðherrann enn, sem viðraði efasemdir sínar um hinn sérstaka trúnaðarmann fjármálaráðherrans í Icesave-samninganefndinni, eins og hún gerði í Kastljósinu sl. miðvikudag. Fjármálaráðherrann hefur réttilega sagt að gagnrýninni eigi ekki að beina gegn embættismönnum heldur stjórnmálamönnum. Honum var því ljóst að gagnrýninni var ekki í raun ætlað að hitta embættismanninn fyrir, heldur forystu VG. Þess vegna hrópaði hann vanstilltur að það væru ógeðfelldar mannaveiðar þegar menn gagnrýndu embættismanninn. Hann tók orð forsætisráðherrans til sín og það með réttu. Fjármálaráðherrann kaus að beina reiði sinni að stjórnarandstöðunni, en meinti auðvitað forsætisráðherrann. Gamla Albaníuaðferðin var endurfædd. Það var öllum ljóst sem á hlýddu. En VG drúpir höfði, beygir sig í duftið og hlýðir eins og fyrri daginn. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Einar K. Guðfinnsson skrifar um ríkisstjórnarsamstarfið Hjá Samfylkingunni hafa menn greinilega talið að komið væri að því að kenna samstarfsaðilunum hjá Vinstri grænum lexíuna. Láta þá vita hverjir réðu. Það var svo gert í vikunni, ekki einu sinni heldur þrisvar. Fyrst þegar sett var á svið leikrit í þinginu þar sem samfylkingarþingmaður spurði forsætisráðherrann um hvort nokkur bilbugur væri á því að sameina atvinnuvegaráðuneytin þrjú. Þetta var gert strax í kjölfar þess að VG hafði ályktað gegn slíkum áformum. Svar forsætisráðherra var skýrt. Jú við sameinum og VG er skuldbundið okkur með stuðning við það mál. Þar höfðu þeir það. Næst þegar ráðherra úr liði VG hafði sett fram sjávarútvegsfrumvarp og ætlaði að láta tekjur af veiðileyfauppboði renna til sjávarbyggðanna sérstaklega. Samfylkingin notaði tækifærið, með aðkomu iðnaðarráðherrans, til þess að hverfa frá þessum byggðasjónarmiðum og ráðstafa fjármunum þessum til annarra hluta. Alls 150 milljónum króna. Með öðrum orðum, vilji ráðherrans sem málið flutti var að engu hafður. Vaðið var inn í frumvarpið og fjármagninu svissað yfir í allt aðra farvegi en ráðherra málaflokksins vildi. Og loks var það forsætisráðherrann enn, sem viðraði efasemdir sínar um hinn sérstaka trúnaðarmann fjármálaráðherrans í Icesave-samninganefndinni, eins og hún gerði í Kastljósinu sl. miðvikudag. Fjármálaráðherrann hefur réttilega sagt að gagnrýninni eigi ekki að beina gegn embættismönnum heldur stjórnmálamönnum. Honum var því ljóst að gagnrýninni var ekki í raun ætlað að hitta embættismanninn fyrir, heldur forystu VG. Þess vegna hrópaði hann vanstilltur að það væru ógeðfelldar mannaveiðar þegar menn gagnrýndu embættismanninn. Hann tók orð forsætisráðherrans til sín og það með réttu. Fjármálaráðherrann kaus að beina reiði sinni að stjórnarandstöðunni, en meinti auðvitað forsætisráðherrann. Gamla Albaníuaðferðin var endurfædd. Það var öllum ljóst sem á hlýddu. En VG drúpir höfði, beygir sig í duftið og hlýðir eins og fyrri daginn. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar