Meiri verðbólga, meira kaupmáttarhrun 7. júlí 2010 05:00 Efnahagshrunið, sem varð 2008, er vissulega mikið og þungbært áfall fyrir þjóðina, en það er ekkert einsdæmi. Áður hafa orðið stór áföll sem landsmenn urðu að axla og vinna sig út úr með þolinmæði og þrautseigju. Að þessu sinni eru óvenjulega hörð átök um það hverjir eigi að greiða kostnaðinn af hruninu. Stór hópur skuldara telur sig ekki eiga að borga skuld sína. Því er borið við að gengisfelling íslensku krónunnar og verðbólgan hafi hækkað skuldirnar langt umfram það sem eðlilegt geti talist og forsendur hafi af þeim sökum brostið. Frá ársbyrjun 2008 hefur krónan fallið gríðarlega, japanska jenið er 159% dýrara nú en þá og bandaríski dollarinn 102%. Pundið breska hefur hækkað um 53% og evran um 72%. Þetta er mikil hækkun á aðeins 2 ½ ári. Frá sama tíma til ágúst 2010 hefur neysluverðsvísitalan, sem verðtrygging innlendra skulda er miðuð við, hækkað um 29,2%. Þótt þetta sé mikil hækkun þá er hún barnaleikur á við það sem var fyrir 30 árum. Frá 1980 til 1989 var verðbólgan minnst 15,3% og mest 77,5% yfir almanaksárið. Átta af þessum 10 árum var verðbólgan meiri á einu ári en samtals á þeim 32 mánuðum sem liðnir eru frá ársbyrjun 2008. Á jafnlöngu tímabili, frá maí 1981 til ársloka 1983 varð verðbólgan 250%. Það er ríflega 8 sinnum meiri hækkun en nú. Samtals varð verðhækkunin um 1.940% á þessum áratug. Það dugði ekki til þess að leysa skuldara undan skuldbindingum sínum. Verðtryggingin hélt gildi sínu og hækkaði lánin. Því til viðbótar gerðist það sem síður hefur gerst nú, að vextir umfram verðtrygginguna hækkuðu gríðarlega. Þeir voru í upphafi verðtryggingar 2% en fóru upp í 10%. Þá var gripið til umtalsverðra skuldbreytinga og lánstíminn lengdur en í meginatriðum látið þar við sitja. Þetta voru úrræðin þá og þau voru látin duga. Hvort sem litið er til innlendrar verðtryggingar eða breytingar á gengi erlendra gjaldmiðla að þá er verðbólgan nú mun minni en þá var. Árið 1983 var bannað að verðtryggja laun en skuldir héldu óbreyttri verðtryggingu. Það leiddi til mikillar kaupmáttarskerðingar. Kaupmáttur atvinnutekna minnkaði um 17% á árunum 1983 og 1984. Kaupmáttur kauptaxta minnkaði um 25%. Eftir bankahrunið hefur vísitala kaupmáttar launa lækkað um 10,7% á jafnlöngum tíma, 2008 og 2009. Mun meiri tekjurýrnun varð þá en nú hefur orðið. Kaupmáttur launa í dag er um 60% hærri en var fyrir rúmum 25 árum og ætla má að heimilin séu að sama skapi betur sett til þess að þola samdrátt tekna. Athyglisvert er að samkvæmt opinberum gögnum þá er vandi flestra þeirra sem eru í verulegum erfiðleikum um þessar mundir tilkominn fyrir bankahrun. Hrunið jók vandann en bjó hann ekki til. Of margir, einstaklingar og fyrirtæki, spiluðu of djarft fyrir hrun og þá hefði líklega flesta rekið í strand þótt ekkert bankahrun hefði orðið. Í þessu eins og öðru gildir að hver er sinnar gæfu smiður. Margir þurfa aðstoð til þess að ná tökum á fjármálum sínum og þeir eiga að fá hana. Þrátt fyrir alla óánægju með störf ríkisstjórnarinnar hefur þegar verið gripið til umfangsmeiri aðgerða til aðstoðar skuldugum heimilum en þá var og er það vel. Þeir sem hafa farið í gegnum efnahagsleg hrun og hafa axlað þungar skuldbindingar í mörg ár hafa skilning á stöðu skuldsettra í dag og eru vafalaust reiðubúnir til þess að leggja þeim lið að einhverju marki með þyngri sköttum. Staða ríkissjóðs er orðin hörmuleg vegna mikilla skulda sem féllu á hann vegna hruns bankanna og það verður ekki miklu á hann bætt. En reynist það svo að skuldir eigi ekki að endurgreiða samkvæmt ákvæðum verðtryggra lánasamninga vegna forsendubrests þá hljóta forsendurnar að hafa brostið fyrir áratugum síðan. Sanngirnin og réttlætið byrjar ekki 1. janúar 2008. Kröfur um afnám verðtryggingar skuldbindinga eru kröfur um skerðingu lífeyrisréttinda og lækkun ellilífeyris. Það eru kröfur um að senda reikninginn til eldri kynslóðarinnar, þeirrar sömu sem forsendubresturinn nær ekki til. Hvers á hún að gjalda? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Skoðun Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Efnahagshrunið, sem varð 2008, er vissulega mikið og þungbært áfall fyrir þjóðina, en það er ekkert einsdæmi. Áður hafa orðið stór áföll sem landsmenn urðu að axla og vinna sig út úr með þolinmæði og þrautseigju. Að þessu sinni eru óvenjulega hörð átök um það hverjir eigi að greiða kostnaðinn af hruninu. Stór hópur skuldara telur sig ekki eiga að borga skuld sína. Því er borið við að gengisfelling íslensku krónunnar og verðbólgan hafi hækkað skuldirnar langt umfram það sem eðlilegt geti talist og forsendur hafi af þeim sökum brostið. Frá ársbyrjun 2008 hefur krónan fallið gríðarlega, japanska jenið er 159% dýrara nú en þá og bandaríski dollarinn 102%. Pundið breska hefur hækkað um 53% og evran um 72%. Þetta er mikil hækkun á aðeins 2 ½ ári. Frá sama tíma til ágúst 2010 hefur neysluverðsvísitalan, sem verðtrygging innlendra skulda er miðuð við, hækkað um 29,2%. Þótt þetta sé mikil hækkun þá er hún barnaleikur á við það sem var fyrir 30 árum. Frá 1980 til 1989 var verðbólgan minnst 15,3% og mest 77,5% yfir almanaksárið. Átta af þessum 10 árum var verðbólgan meiri á einu ári en samtals á þeim 32 mánuðum sem liðnir eru frá ársbyrjun 2008. Á jafnlöngu tímabili, frá maí 1981 til ársloka 1983 varð verðbólgan 250%. Það er ríflega 8 sinnum meiri hækkun en nú. Samtals varð verðhækkunin um 1.940% á þessum áratug. Það dugði ekki til þess að leysa skuldara undan skuldbindingum sínum. Verðtryggingin hélt gildi sínu og hækkaði lánin. Því til viðbótar gerðist það sem síður hefur gerst nú, að vextir umfram verðtrygginguna hækkuðu gríðarlega. Þeir voru í upphafi verðtryggingar 2% en fóru upp í 10%. Þá var gripið til umtalsverðra skuldbreytinga og lánstíminn lengdur en í meginatriðum látið þar við sitja. Þetta voru úrræðin þá og þau voru látin duga. Hvort sem litið er til innlendrar verðtryggingar eða breytingar á gengi erlendra gjaldmiðla að þá er verðbólgan nú mun minni en þá var. Árið 1983 var bannað að verðtryggja laun en skuldir héldu óbreyttri verðtryggingu. Það leiddi til mikillar kaupmáttarskerðingar. Kaupmáttur atvinnutekna minnkaði um 17% á árunum 1983 og 1984. Kaupmáttur kauptaxta minnkaði um 25%. Eftir bankahrunið hefur vísitala kaupmáttar launa lækkað um 10,7% á jafnlöngum tíma, 2008 og 2009. Mun meiri tekjurýrnun varð þá en nú hefur orðið. Kaupmáttur launa í dag er um 60% hærri en var fyrir rúmum 25 árum og ætla má að heimilin séu að sama skapi betur sett til þess að þola samdrátt tekna. Athyglisvert er að samkvæmt opinberum gögnum þá er vandi flestra þeirra sem eru í verulegum erfiðleikum um þessar mundir tilkominn fyrir bankahrun. Hrunið jók vandann en bjó hann ekki til. Of margir, einstaklingar og fyrirtæki, spiluðu of djarft fyrir hrun og þá hefði líklega flesta rekið í strand þótt ekkert bankahrun hefði orðið. Í þessu eins og öðru gildir að hver er sinnar gæfu smiður. Margir þurfa aðstoð til þess að ná tökum á fjármálum sínum og þeir eiga að fá hana. Þrátt fyrir alla óánægju með störf ríkisstjórnarinnar hefur þegar verið gripið til umfangsmeiri aðgerða til aðstoðar skuldugum heimilum en þá var og er það vel. Þeir sem hafa farið í gegnum efnahagsleg hrun og hafa axlað þungar skuldbindingar í mörg ár hafa skilning á stöðu skuldsettra í dag og eru vafalaust reiðubúnir til þess að leggja þeim lið að einhverju marki með þyngri sköttum. Staða ríkissjóðs er orðin hörmuleg vegna mikilla skulda sem féllu á hann vegna hruns bankanna og það verður ekki miklu á hann bætt. En reynist það svo að skuldir eigi ekki að endurgreiða samkvæmt ákvæðum verðtryggra lánasamninga vegna forsendubrests þá hljóta forsendurnar að hafa brostið fyrir áratugum síðan. Sanngirnin og réttlætið byrjar ekki 1. janúar 2008. Kröfur um afnám verðtryggingar skuldbindinga eru kröfur um skerðingu lífeyrisréttinda og lækkun ellilífeyris. Það eru kröfur um að senda reikninginn til eldri kynslóðarinnar, þeirrar sömu sem forsendubresturinn nær ekki til. Hvers á hún að gjalda?
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun