Lífið

FM Belfast á DR 2

Sýnt verður frá tónleikum FM Belfast á sjónvarpsstöðinni DR 2 á laugardagskvöld.mynd/bjarni gríms
Sýnt verður frá tónleikum FM Belfast á sjónvarpsstöðinni DR 2 á laugardagskvöld.mynd/bjarni gríms
Tveggja og hálfrar klukkustundar þáttur verður sýndur á dönsku sjónvarpsstöðinni DR 2 á laugardagskvöld um Hróarskelduhátíðina sem var haldin um síðustu helgi. Elektró-poppsveitin FM Belfast kemur þar meðal annars við sögu.

Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær voru skiptar skoðanir um frammistöðu FM Belfast á hátíðinni. Blaðamaður fríblaðsins Metroexpress.dk fann hljómsveitinni flest til foráttu á meðan gagnrýnandi síðunnar Bandbace.dk var mun jákvæðari í garð hennar.

Tónleikarnir voru haldnir á Pavilion-sviðinu og var troðfullt út úr dyrum. Miðað við þann mikla fjölda Twitter-skilaboða sem áhorfendur á tónleikunum sendu frá sér að þeim loknum var stemningin mjög góð og ekkert út á frammistöðu sveitarinnar að setja. Áhugasamir Íslendingar sem vilja komast að hinu sanna í málinu geta því stillt á DR 2 á laugardaginn, hækkað í sjónvarpinu og kveðið upp sinn dóm.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.