Lífið

Nína Dögg er sendiherra Evrópuárs

Tinni Sveinsson skrifar
Nína flytur erindi í kvöld en einnig verða flutt erindi af einstaklingum sem af eigin raun hafa upplifað fátækt eða félagslega einangrun.
Nína flytur erindi í kvöld en einnig verða flutt erindi af einstaklingum sem af eigin raun hafa upplifað fátækt eða félagslega einangrun.
Árið 2010 er Evrópuár gegn fátækt og félagslegri einangrun. Nína Dögg Filippusdóttir leikkona er einn af sendiherrum ársins. Hún kemur fram í Iðnó í kvöld og segir nokkur orð um kvikmyndina Börn sem verður sýnd klukkan 20. Aðgangseyrir er enginn og er sýningin öllum opin.

Myndin fellur vel að markmiðum átaksins en það er stýrihópur Evrópuársins í samstarfi við Vesturport sem stendur að sýningu hennar í kvöld. Börn fjallar um nokkra einstaklinga sem allir glíma við tilvistarvanda. Karítas, einstæð móðir fjögurra barna, á erfitt með að láta enda ná saman og er á barmi örvæntingar. Guðmundur elsti sonur hennar hefur orðið fyrir einelti í skóla og er vinafár. Maríno, nágranni Karítasar, er misþroska geðklofasjúklingur sem býr hjá móður sinni. Hann hættir að taka geðlyfin sín þegar hann kemst að því að mamma hans fer á bak við hann með því að hitta ókunnan mann á laun.

Nína mun flytja erindi fyrir myndina en einnig verða flutt erindi af einstaklingum sem af eigin raun hafa upplifað fátækt eða félagslega einangrun.

Ragnar Bragason er leikstjóri myndarinnar. Börn hefur hlotið afburðadóma og vann meðal annars Gyllta svaninn, aðalverðlaun alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Kaupmannahöfn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.