Stjórnvöld geirnegli áætlun 30. nóvember 2010 06:00 Rætt um sáttmálann hinn fyrri Frá fundahöldum launþega og atvinnurekenda í aðdraganda stöðugleikasáttmálans sem undirritaður var í júní í fyrra. Guðmundur Gunnarsson er til vinstri en við hlið hans situr Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, stendur fyrir aftan þá. fréttablaðið/anton Það er undir ríkisstjórninni komið hvort stofnað verður til nýs samstarfs á vinnumarkaði. Hún þarf að ganga þannig frá málum að ekki verði hægt að svíkja gefin loforð. Þetta segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, um möguleikann á nýjum stöðugleikasáttmála. „Menn telja nauðsynlegt að fenginni reynslu að hafa í hendi geirneglt samkomulag við ríkisstjórnina.“ Guðmundur hefur að undanförnu rætt við félagsmenn, kynnt sér afstöðu þeirra til kjaramálanna og á hvað leggja beri áherslu. Niðurstaðan er sú að öll spil séu á borði ríkisstjórnarinnar. Nauðsynlegt sé að hún gangi frá áætlunum um fjölgun starfa og jöfnun lífeyrisréttinda og samkomulagi um samspil starfsmenntasjóða og atvinnuleysistryggingasjóðs. Aðspurður segir Guðmundur lífeyrismálin hvíla þungt á sínu fólki. Ekki verði gert samkomulag við ríkisvaldið nema í því sé fjallað um hvernig leysa eigi þau mál. „Menn gera sér grein fyrir að það verði ekki gert með einhverjum millifærslum um áramótin, við erum að tala um nokkurra ára, jafnvel tíu ára plan um hvernig eigi að leysa þetta. Það þarf að gera þannig að þokkaleg sátt sé milli allra í samfélaginu.“ Vilji Samtaka atvinnulífsins stendur til að samið verði til þriggja ára um hóflegar kauphækkanir samhliða aðgerðum til að auka kaupmátt og halda verðbólgu í skefjum. Guðmundur segir rafiðnaðarmenn geta hugsað sér slíka samninga. „Menn eru ekki fífl. Við áttum okkur á hver staðan er í samfélaginu og það sem mestu máli skiptir er að ná stöðugleika og koma atvinnulífinu af stað. Menn héldu að þeir væru að semja um það í stöðugleikasáttmálanum en svo var ekki. Þungavigtarákvæðin varðandi atvinnulífið voru ekki framkvæmd af hálfu ríkisstjórnarinnar.“ Guðmundur segir að fyrir vikið séu um 200 rafiðnaðarmenn atvinnulausir. Það segi þó ekki alla söguna því fjöldi hafi flust úr landi. Hæfasta og verðmætasta fólkið, fólk milli þrítugs og fertugs með bestu mennunina, fari fyrst. „Fólk beið eftir að sjá eitthvað gerast en stóð svo frammi fyrir skattahækkunum og niðurskurði í velferðarkerfinu. Þegar þannig var komið sagðist það ekki taka þátt í þessari steypu lengur heldur vera farið.“ bjorn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Það er undir ríkisstjórninni komið hvort stofnað verður til nýs samstarfs á vinnumarkaði. Hún þarf að ganga þannig frá málum að ekki verði hægt að svíkja gefin loforð. Þetta segir Guðmundur Gunnarsson, formaður Rafiðnaðarsambandsins, um möguleikann á nýjum stöðugleikasáttmála. „Menn telja nauðsynlegt að fenginni reynslu að hafa í hendi geirneglt samkomulag við ríkisstjórnina.“ Guðmundur hefur að undanförnu rætt við félagsmenn, kynnt sér afstöðu þeirra til kjaramálanna og á hvað leggja beri áherslu. Niðurstaðan er sú að öll spil séu á borði ríkisstjórnarinnar. Nauðsynlegt sé að hún gangi frá áætlunum um fjölgun starfa og jöfnun lífeyrisréttinda og samkomulagi um samspil starfsmenntasjóða og atvinnuleysistryggingasjóðs. Aðspurður segir Guðmundur lífeyrismálin hvíla þungt á sínu fólki. Ekki verði gert samkomulag við ríkisvaldið nema í því sé fjallað um hvernig leysa eigi þau mál. „Menn gera sér grein fyrir að það verði ekki gert með einhverjum millifærslum um áramótin, við erum að tala um nokkurra ára, jafnvel tíu ára plan um hvernig eigi að leysa þetta. Það þarf að gera þannig að þokkaleg sátt sé milli allra í samfélaginu.“ Vilji Samtaka atvinnulífsins stendur til að samið verði til þriggja ára um hóflegar kauphækkanir samhliða aðgerðum til að auka kaupmátt og halda verðbólgu í skefjum. Guðmundur segir rafiðnaðarmenn geta hugsað sér slíka samninga. „Menn eru ekki fífl. Við áttum okkur á hver staðan er í samfélaginu og það sem mestu máli skiptir er að ná stöðugleika og koma atvinnulífinu af stað. Menn héldu að þeir væru að semja um það í stöðugleikasáttmálanum en svo var ekki. Þungavigtarákvæðin varðandi atvinnulífið voru ekki framkvæmd af hálfu ríkisstjórnarinnar.“ Guðmundur segir að fyrir vikið séu um 200 rafiðnaðarmenn atvinnulausir. Það segi þó ekki alla söguna því fjöldi hafi flust úr landi. Hæfasta og verðmætasta fólkið, fólk milli þrítugs og fertugs með bestu mennunina, fari fyrst. „Fólk beið eftir að sjá eitthvað gerast en stóð svo frammi fyrir skattahækkunum og niðurskurði í velferðarkerfinu. Þegar þannig var komið sagðist það ekki taka þátt í þessari steypu lengur heldur vera farið.“ bjorn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira