Enski boltinn

Everton á eftir Wright-Phillips

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Það er fastlega búist við því að Shaun Wright-Phillips muni yfirgefa herbúðir Man. City í janúar og eitt af þeim liðum sem hefur áhuga á leikmanninnum er Everton.

Everton er að skoða ýmsa möguleika þessa dagana og stjóri liðsins, David Moyes, lýsti yfir áhuga að fá David Beckham um daginn. Everton er einnig að vonast eftir því að fá liðsfélaga Beckham, Landon Donovan, að láni eftir áramót en hann kom til félagsins á síðustu leiktíð og stóð sig vel.

Wright-Phillips gæti verið falur fyrir litlar 3,5 milljónir punda sem er verð sem Everton ræður við.

Leikmaðurinn var keyptur til Man. City á sínum tíma á 8,5 milljónir punda þannig að tap City á leikmanninum verður talsvert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×