Meta á samrekstur skólastofnana 30. nóvember 2010 05:30 Oddný Sturludóttir Hugmyndir eru uppi um að sameina leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili innan hverfa Reykjavíkurborgar og hefur borgarstjóri skipað starfshóp til að greina tækifæri til endurskipulagningar. Litið verður bæði til fjárhagslegra og faglegra sjónarmiða, en meðal þess sem kemur til greina er að breyta mörkum skólahverfa borgarinnar til að jafna nemendafjölda milli skóla. Starfshópurinn, sem er undir forustu Oddnýjar Sturludóttur, formanns menntaráðs Reykjavíkur, mun skila af sér tillögum 1. febrúar næstkomandi. Oddný segir í samtali við Fréttablaðið að þó að hún sjái mörg tækifæri til að hagræða og gera betur í þjónustu við börnin sé rétt að taka fram að ekki standi til að sameina alla skóla og öll frístundaheimili innan hvers hverfis. „Við gætum ef til vill sameinað tvo litla leikskóla í einu hverfi, leikskóla og grunnskóla í öðru og frístundaheimili og grunnskóla í enn öðru. Það er ekkert algilt því að þetta sameinaða form hentar alls ekki hvar sem er." Þessi leið hefur verið farin víða um land auk þess sem Reykjavík rekur þegar einn skóla, Dalskóla í Úlfarsárdal, þar sem öll stigin eru undir sömu stjórn. Oddný leggur einnig áherslu á að hvergi sé gert ráð fyrir að leggja af starfsemi. „Með meira samstarfi og samrekstri reynum við allt til að þurfa ekki að þjarma að sjálfu starfi skólanna." Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í starfshópnum, segist hlynnt hugmyndunum. „Við erum ánægð með að þessi tækifæri séu skoðuð í kjölinn áður en gengið er lengra í að skerða þjónustu við börn."- þj Fréttir Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fleiri fréttir „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Sjá meira
Hugmyndir eru uppi um að sameina leikskóla, grunnskóla og frístundaheimili innan hverfa Reykjavíkurborgar og hefur borgarstjóri skipað starfshóp til að greina tækifæri til endurskipulagningar. Litið verður bæði til fjárhagslegra og faglegra sjónarmiða, en meðal þess sem kemur til greina er að breyta mörkum skólahverfa borgarinnar til að jafna nemendafjölda milli skóla. Starfshópurinn, sem er undir forustu Oddnýjar Sturludóttur, formanns menntaráðs Reykjavíkur, mun skila af sér tillögum 1. febrúar næstkomandi. Oddný segir í samtali við Fréttablaðið að þó að hún sjái mörg tækifæri til að hagræða og gera betur í þjónustu við börnin sé rétt að taka fram að ekki standi til að sameina alla skóla og öll frístundaheimili innan hvers hverfis. „Við gætum ef til vill sameinað tvo litla leikskóla í einu hverfi, leikskóla og grunnskóla í öðru og frístundaheimili og grunnskóla í enn öðru. Það er ekkert algilt því að þetta sameinaða form hentar alls ekki hvar sem er." Þessi leið hefur verið farin víða um land auk þess sem Reykjavík rekur þegar einn skóla, Dalskóla í Úlfarsárdal, þar sem öll stigin eru undir sömu stjórn. Oddný leggur einnig áherslu á að hvergi sé gert ráð fyrir að leggja af starfsemi. „Með meira samstarfi og samrekstri reynum við allt til að þurfa ekki að þjarma að sjálfu starfi skólanna." Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í starfshópnum, segist hlynnt hugmyndunum. „Við erum ánægð með að þessi tækifæri séu skoðuð í kjölinn áður en gengið er lengra í að skerða þjónustu við börn."- þj
Fréttir Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Innlent Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Innlent „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Innlent Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fleiri fréttir „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Sjá meira