Lög og reglur í vegi einföldustu verkefna 30. nóvember 2010 06:00 Ólafur Örn Haraldsson Þunglamaleg lög og flókið regluverk koma í veg fyrir að hægt sé að bregðast við niðurníðslu á fjölförnum ferðamannastöðum með skjótum og skilvirkum hætti. Tvö ár tekur að fá tilskilin leyfi til minnstu verka, ef engar tafir verða. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, bendir á þetta. Hann segir að þó að enginn vilji hroðvirknisleg vinnubrögð við uppbyggingu við helstu náttúruperlur þjóðarinnar sé full ástæða til að bregðast við alvarlegum vanda sem upp sé kominn. „Það þarf ekki fullmótaða framtíðarstefnu til að taka til í kringum sig. Verkefnin blasa við öllum sem vilja sjá. Það þarf að hefjast handa og sleppa fundarhöldunum.“ Umhverfis- og iðnaðarráðuneytið efndu til málþings um náttúruvernd og ferðaþjónustu nýlega í kjölfar svartrar skýrslu Umhverfisstofnunar um ástand friðlýstra svæða á Íslandi. Í skýrslunni er dregið fram að mörg friðlýst svæði, og þar á meðal þekktustu náttúruperlur þjóðarinnar, muni tapa verndargildi sínu ef ekki verði brugðist við. „Það verður að hefjast handa en lög og reglur standa í vegi fyrir einföldustu verkefnum,“ segir Ólafur. Frá Þingvöllum Yfir 300 þúsund gestir sækja Þingvelli á ári. Þjóðgarðurinn, sem er á heimsminjaskrá, hefur sama og engar tekjur af komu þeirra.fréttablaðið/pjetur „Hér er um að ræða skipulags- og byggingarlög og náttúruverndarlög og flókið regluverk með sínum umsagnar- og kæruferlum. Það verður annaðhvort að endurskoða lögin og regluverkið eða gera undanþágur til að klára þau verk sem eru mest aðkallandi.“ Ólafur segir ekki um flókin eða dýr verkefni að ræða í mörgum tilfellum. Því sé oft öfugt farið. „Bregðast þarf við ástandi sem allir eru sammála um að sé óþolandi en það er ekki hægt með litlum fyrirvara eins og mál standa. Það tekur um tvö ár að koma í gegn framkvæmd frá því að skipulagsferli hefst og er þá ekki gert ráð fyrir töfum sem fylgja til dæmis kæruferli,“ segir Ólafur. Hann vill að ríkið setji á fót fimm ára áætlun með það að markmiði að leysa bráðasta vandann í þjóðgörðum og við aðra mikilvæga ferðamannastaði. Þá verði gjaldtaka vart umflúin þar sem lítil von sé að ríkið setji fjármuni í málaflokkinn eins og sakir standa. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra mun leggja fram frumvarp til laga í vetur um stofnun Framkvæmdasjóðs ferðaþjónustunnar. Hins vegar er umdeilt hvort og hvernig standa skuli að gjaldtöku til að afla sjóðnum fjár. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þunglamaleg lög og flókið regluverk koma í veg fyrir að hægt sé að bregðast við niðurníðslu á fjölförnum ferðamannastöðum með skjótum og skilvirkum hætti. Tvö ár tekur að fá tilskilin leyfi til minnstu verka, ef engar tafir verða. Ólafur Örn Haraldsson, þjóðgarðsvörður á Þingvöllum, bendir á þetta. Hann segir að þó að enginn vilji hroðvirknisleg vinnubrögð við uppbyggingu við helstu náttúruperlur þjóðarinnar sé full ástæða til að bregðast við alvarlegum vanda sem upp sé kominn. „Það þarf ekki fullmótaða framtíðarstefnu til að taka til í kringum sig. Verkefnin blasa við öllum sem vilja sjá. Það þarf að hefjast handa og sleppa fundarhöldunum.“ Umhverfis- og iðnaðarráðuneytið efndu til málþings um náttúruvernd og ferðaþjónustu nýlega í kjölfar svartrar skýrslu Umhverfisstofnunar um ástand friðlýstra svæða á Íslandi. Í skýrslunni er dregið fram að mörg friðlýst svæði, og þar á meðal þekktustu náttúruperlur þjóðarinnar, muni tapa verndargildi sínu ef ekki verði brugðist við. „Það verður að hefjast handa en lög og reglur standa í vegi fyrir einföldustu verkefnum,“ segir Ólafur. Frá Þingvöllum Yfir 300 þúsund gestir sækja Þingvelli á ári. Þjóðgarðurinn, sem er á heimsminjaskrá, hefur sama og engar tekjur af komu þeirra.fréttablaðið/pjetur „Hér er um að ræða skipulags- og byggingarlög og náttúruverndarlög og flókið regluverk með sínum umsagnar- og kæruferlum. Það verður annaðhvort að endurskoða lögin og regluverkið eða gera undanþágur til að klára þau verk sem eru mest aðkallandi.“ Ólafur segir ekki um flókin eða dýr verkefni að ræða í mörgum tilfellum. Því sé oft öfugt farið. „Bregðast þarf við ástandi sem allir eru sammála um að sé óþolandi en það er ekki hægt með litlum fyrirvara eins og mál standa. Það tekur um tvö ár að koma í gegn framkvæmd frá því að skipulagsferli hefst og er þá ekki gert ráð fyrir töfum sem fylgja til dæmis kæruferli,“ segir Ólafur. Hann vill að ríkið setji á fót fimm ára áætlun með það að markmiði að leysa bráðasta vandann í þjóðgörðum og við aðra mikilvæga ferðamannastaði. Þá verði gjaldtaka vart umflúin þar sem lítil von sé að ríkið setji fjármuni í málaflokkinn eins og sakir standa. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra mun leggja fram frumvarp til laga í vetur um stofnun Framkvæmdasjóðs ferðaþjónustunnar. Hins vegar er umdeilt hvort og hvernig standa skuli að gjaldtöku til að afla sjóðnum fjár. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira