Enski boltinn

Beckham: Ég styð Man. Utd og spila því ekki með Everton

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Everton er á höttunum á eftir nýjum leikmönnum í janúar og á meðal þeirra leikmanna sem hafa verið orðaðir við félagið er David Beckham. David Moyes, stjóri félagsins, sagðist vera mjög spenntur fyrir því að fá Beckham.

Sjálfur segir Beckham það ekki koma til greina að spila með Everton þar sem hann beri of mikla virðingu fyrir Man. Utd og vilji ekki spila með öðru ensku félagi.

"Það er alltaf gaman að vera eftirsóttur. Ég ber mikla virðingu fyrir Moyes en við spiluðum saman hjá Preston. Hann hefur gert frábæra hluti fyrir félagið," sagði Beckham.

"Ég er aftur á móti stuðningsmaður Man. Utd og því gengur Everton ekki upp."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×