Enski boltinn

Chelsea skoraði sjö mörk á móti Sunderland - United vann líka

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frank Lampard skoraði tvö mörk fyrir Chelsea í dag.
Frank Lampard skoraði tvö mörk fyrir Chelsea í dag. Mynd/AFP

Topplið ensku úrvalsdeildarinnar, Chelsea og Manchester United, unnu bæði góða sigra á heimavelli í dag og því heldur Chelsea áfram eins stigs forskoti á toppnum. Chelsea burstaði Sunderland á sama tíma og Manchester United vann 3-0 sigur á Burnley.

Nicolas Anelka og Frank Lampard skoruðu báðir tvennu fyrir Chelsea í 7-2 sigri á Sunderland en Chelsea liðið var komið í 4-0 eftir aðeins 33 mínútur. Bakvörðurinn Ashley Cole sýndi glæsileg tilþrif þegar hann skoraði þriðja markið.

Wayne Rooney lagði upp fyrsta markið fyrir Dimitar Berbatov og skoraði síðan annað markið sjálfur í 3-0 sigri Manchester United á Burnley. Það var varamaðurinn Mame Biram Diouf sem innsiglaði sigurinn í uppbótartíma. Jóhannes Karl Guðjónsson kom inn á sem varamaður á 73. mínútu í stöðunni 2-0.

Wigan vann 2-0 útisigur á Wolves en Úlfarnir voru manni færri frá 47.mínútu. Hugo Rodallega lét Marcus Hahnemann verja frá sér víti í st0ðunni 0-0 en átti síðan stóran þátt í báðum mörkum Wigan.

Tottenham náði aðeins markalausu jafntefli á móti Hull og komst upp fyrir Manchester City á markatölu en City mætir Everton á útivelli klukkan 17.30.



Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í dag:

Stoke-Liverpool 1-1

0-1 Sotirios Kyrgiakos (57.), 1-1 Robert Huth (90.)

Chelsea-Sunderland 7-2

1-0 Nicolas Anelka (8.), 2-0 Florent Malouda (17.), 3-0 Ashley Cole (22.), 4-0 Frank Lampard (33.), 5-0 Michael Ballack (52.), 5-1 Bolo Zenden (56.), 6-1 Nicolas Anelka (65.), 7-1 Frank Lampard (90.), 7-2 Darren Bent (90.+2).

Man Utd-Burnley 3-0

1-0 Dimitar Berbatov (64.), 2-0 Wayne Rooney (69.), 3-0 Mame Biram Diouf (90.+1)

Tottenham-Hull 0-0

Wolves-Wigan 0-2

0-1 James McCarthy (60.), 0-2 Charles N'Zogbia (71.)
















Fleiri fréttir

Sjá meira


×