Viðskipti erlent

Stoðir og Straumur selja hlut í Nordicom

Stoðir og Straumur hafa minnkað eignarhlut sinn í danska fasteignafélaginu Nordicom. Frá því síðdegis í gær og aftur í morgun hafa borist fjöldi tilkynninga um eigendaskipti á hlutum í Nordicom.

Í frétt um málið á vefsíðu börsen segir að Stoðir hafi selt 3,26% af hlut sínum og eiga þá eftir 11,38% í félaginu. Svo virðist sem Ole Vagner hafi selt 10,66% af sínum hlut í gegnum HFI-Invest en í lok september birtist á visir.is frétt um að Stoðir og Straumur væru að aðstoða Vagner við að bjarga Nordicom sem er skráð í kauphöllinni í Kaupmannahöfn.

Það er félagið Bög ApS sem keypt hefur mikið af hlutum í Noricom á síðasta sólarhring eða samtals 25,5%.

Straumur hefur einnig selt í Nordicom en SB Holding, félag bankans, hefur minnkað hlut sinn úr 18,2% og í 6,7%.








Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×