Þorgerður um arðgreiðslur Hraðbrautar: Í besta falli óheppilegt 15. desember 2010 10:21 Þorgerður Katrín tók við sem menntamálaráðherra árið sem menntaskólinn Hraðbraut tók til starfa Mynd úr safni / Anton Brink Þetta dæmi af menntaskólanum Hraðbraut má ekki verða til þess „að vinstri menn fyllist hér þórðargleði og segi: Heyrðu, við sögðum ykkur það. I told you so," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Menntaskólinn Hraðbraut tók til starfa 2003 en Þorgerður Katrín var menntamálaráðherra á árunum 2003 til 2009. Hún var gestur Kolbrúnar Björnsdóttur og Heimis Karlssonar Í bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem þau ræddu stöðu Hraðbrautar í ljósi svartrar skýrslu menntamálanefndar Alþingis. Þorgerður viðurkenndi að málið væri ekki þægilegt. „Eins og þetta blasir við núna, eins og þetta er dregið fram núna þá er þetta ekkert sérstaklega þægilegt mál," sagði hún. „Mér finnst það í besta falli óheppilegt að á sama tíma og verið er að ofgreiða til skólans þá skuli á sama tíma vera greiddar út arðgreiðslur. Nota bene og vel að merkja, arðgreiðslurnar eru ekki ólögmætar samkvæmt hlutafélagalögum og þetta er mjög skýrt rekstrarform. Þetta er dæmi um þátt sem ríkisvaldið þarf að huga betur að, að þetta getur gerst, og þarf tvímælalaust að styrkja eftirlitið, en við verðum engu að síður að treysta einkaaðilum til að koma að rekstri í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu," sagði hún. „Auðvitað eftir á þá segir maður að ef maður hefði vitað, til að mynda af arðgreiðslunum þá hefði þetta verið höndlað öðruvísi. En meginprinsippið er það að það var tekið á málefnum Hraðbrautar á algjörlega sambærilegum forsendum og varðandi ríkisskólana, það er að segja, rekstrarformið á ekki að verða til þess að það sé tekið mismunandi á skólunum," sagði Þorgerður. Hún óttast að vinstri menn muni nota dæmið af Hraðbraut til að benda á Sjálfstæðisflokkinn og segja: „Já, þarna sjáiði! Við eigum sko ekkert að vera með einkarekstur, hvorki í heilbrigðiskerfinu eða menntakerfinu." Þorgerður lagði áherslu á að einkarekstur hefði víða heppnast mjög vel, til að mynda hjá grunnskólum Hjallastefnunnar, sem veitir foreldrum og nemendum valkost innan skólakerfisins. „Það er þetta sem ég óttast, að það verði enginn annar flokkur heldur en Sjálfstæðisflokkurinn sem mun þora að tala áfram um frelsi í menntakerfinu á grundvelli rekstrarforms og líka náms," sagði hún. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni með því að smella hér, eða á tengilinn hér efst. Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Þetta dæmi af menntaskólanum Hraðbraut má ekki verða til þess „að vinstri menn fyllist hér þórðargleði og segi: Heyrðu, við sögðum ykkur það. I told you so," segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Menntaskólinn Hraðbraut tók til starfa 2003 en Þorgerður Katrín var menntamálaráðherra á árunum 2003 til 2009. Hún var gestur Kolbrúnar Björnsdóttur og Heimis Karlssonar Í bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem þau ræddu stöðu Hraðbrautar í ljósi svartrar skýrslu menntamálanefndar Alþingis. Þorgerður viðurkenndi að málið væri ekki þægilegt. „Eins og þetta blasir við núna, eins og þetta er dregið fram núna þá er þetta ekkert sérstaklega þægilegt mál," sagði hún. „Mér finnst það í besta falli óheppilegt að á sama tíma og verið er að ofgreiða til skólans þá skuli á sama tíma vera greiddar út arðgreiðslur. Nota bene og vel að merkja, arðgreiðslurnar eru ekki ólögmætar samkvæmt hlutafélagalögum og þetta er mjög skýrt rekstrarform. Þetta er dæmi um þátt sem ríkisvaldið þarf að huga betur að, að þetta getur gerst, og þarf tvímælalaust að styrkja eftirlitið, en við verðum engu að síður að treysta einkaaðilum til að koma að rekstri í heilbrigðiskerfinu og menntakerfinu," sagði hún. „Auðvitað eftir á þá segir maður að ef maður hefði vitað, til að mynda af arðgreiðslunum þá hefði þetta verið höndlað öðruvísi. En meginprinsippið er það að það var tekið á málefnum Hraðbrautar á algjörlega sambærilegum forsendum og varðandi ríkisskólana, það er að segja, rekstrarformið á ekki að verða til þess að það sé tekið mismunandi á skólunum," sagði Þorgerður. Hún óttast að vinstri menn muni nota dæmið af Hraðbraut til að benda á Sjálfstæðisflokkinn og segja: „Já, þarna sjáiði! Við eigum sko ekkert að vera með einkarekstur, hvorki í heilbrigðiskerfinu eða menntakerfinu." Þorgerður lagði áherslu á að einkarekstur hefði víða heppnast mjög vel, til að mynda hjá grunnskólum Hjallastefnunnar, sem veitir foreldrum og nemendum valkost innan skólakerfisins. „Það er þetta sem ég óttast, að það verði enginn annar flokkur heldur en Sjálfstæðisflokkurinn sem mun þora að tala áfram um frelsi í menntakerfinu á grundvelli rekstrarforms og líka náms," sagði hún. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni með því að smella hér, eða á tengilinn hér efst.
Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira