Gengið var frá tveimur samningum hjá körfuknattleiksdeild KR nú síðdegis. Hreggviður Magnússon hefur gengið til liðs við félagið og Hrafn Kristjánsson var ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna.
Hreggviður hefur leikið með ÍR alla tíð fyrir utan námsár sín í Bandaríkjunum. Hann gerði tveggja ára samning við KR.
Hann þurfti að glíma við meiðsli á síðustu leiktíð en var með 14,9 stig og 5,1 frákast að meðaltali í þeim leikjum sem hann spilaði.
Hrafn er uppalinn KR-ingur og hefur á undanförnum árum þjálfað KFÍ, Þór og nú síðast Breiðablik. Rætt verður við Hrafn í Fréttablaðinu á morgun.