Íslenski boltinn

Freyr: Ósáttur við að tapa tveimur stigum

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Freyr Alexandersson, þjálfari Vals.
Freyr Alexandersson, þjálfari Vals. Mynd/Valli
„Ég er sáttur við eitt stig en jafnframt ósáttur við að hafa tapað tveimur." sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, eftir að hans leikmenn náðu að tryggja sér 1-1 jafntefli gegn baráttuglöðum Stjörnustelpum á síðustu andartökum leiksins. Þetta voru fyrstu stigin sem Valur tapar í ár.

Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað og höfðu Stjörnustúlkur betri tök þrátt fyrir að skapa sér lítið „Við urðum undir í baráttunni í fyrri hálfleik en þær voru þó lítið að skapa sér færi. Ég var þó ekki sáttur með lið mítt í fyrri hálfleik."

Dagný Brynjarsdóttir skoraði á síðustu stundu í leiknum og ekki mátti miklu muna að Valsstúlkur næðu að taka stigin þrjú. Málfríður Erna Sigurðardóttir átti skalla í slá á 91. mínútu leiksins og var leikurinn afar fjörlegur undir lokin.

„Þetta var galopið hérna í lokin, þær fengu dauðafæri alveg eins og við," sagði Freyr. „Við erum vön því að spila hátt enda við spilum til að skora mörk."

Næsti leikur Valsstúlkna er gegn KR í Frostaskjóli og var Freyr klár hver stefnan væri þar. „Við förum á KR völlinn til að ná í þrjú stig eins og alls staðar, það er gaman að spila á KR-vellinum og ég vona að við mætum betur stemmdar í þann leik."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×