Umfjöllun: Fylkisstelpur að komast á beinu brautina Stefán Pálsson skrifar 1. júní 2010 22:56 Úr leiknum í kvöld. Mynd/Valli Fylkir vann í kvöld góðan 2-1 sigur á Þór/KA á heimavelli með mörkum þeirra Fjólu Dröfn Friðriksdóttur og Önnu Bjargar Björnsdóttur. Danka Podovac svaraði fyrir Þór/KA en það dugði ekki til. Fyrir leiki kvöldsins munaði aðeins einu stigi á liðunum en Þór/KA var í þriðja sæti Pepsi-deildar kvenna með sjö stig og Fylkir í því sjötta með sex stig. Hvorugt liðið hafði því efni á að misstíga sig. Þessi lið áttust við í einum af bestu leikjum síðasta sumars en þá voru alls skoruð sex mörk í leiknum sem lauk með 3-3 jafntefli á Akureyri. Mikil rigning skall á um leið og Guðmundur Ársæll Guðmundsson dómari flautaði til leiks og áttu stúlkurnar erfitt með að fóta sig fyrstu mínúturnar. Leikurinn fór rólega af stað og bæði liðin virtust ekki finna taktinn enda voru aðstæður fremur erfiðar. Fylkisstúlkur byrjuðu leikinn mun betur og það virtist sem Þór/KA væru enn að jafna sig frá tapleiknum gegn Val í síðustu umferð. Fyrsta mark leiksins kom á 19. mínútu, en þá kom frábær fyrirgjöf frá Lovísu Erlingsdóttur beint á kollinn á Fjólu Dröfn Friðriksdóttur sem skallaði boltann í netið. Fylkisstúlkur hresstust mikið við markið. Eftir að hafa tekið öll völd á vellinum þá náðu þær að komast 2-0 yfir nokkrum mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks. Þá var Fjóla Dröfn aftur mætt og átti hún frábæra sendingu inn fyrir vörn Þór/KA þar sem Anna Björg var ein á auðum sjó og skoraði virkilega flott skallamark. Aðeins tveimur mínútum eftir að Fylkisstúlkur skoruðu fengu gestirnir aukaspyrnu rétt fyrir utan markteig Fylkis. Podavac gerði sér lítið fyrir og þrumaði boltanum beint í netið. Skotið var óverjandi fyrir markvörð Fylkis. Fátt annað markvert gerðist í fyrri hálfleik og staðan því 2-1 þegar stúlkurnar gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik bökkuðu Fylkisstúlkur mikið til baka og það var greinilegt að markmiðið var að halda fengnum hlut. Gestirnir ætluðu sér á köflum að skora tvö mörk í hverri sókn og fóru oft illa með góða stöðu. Fyrsta og eina skot Þór/KA í síðari hálfleik kom ekki fyrr enn á 75. mínútu leiksins. Þá skaut Danka Podovac beint úr aukaspyrnu en í þetta skipti varði Björk Björnsdóttir vel í Fylkismarkinu. Sigur Fylkis var í raun aldrei í hættu enda náðu gestirnir ekki að skapa sér nein fmarktækifæri í síðari hálfleiknum og því fór sem fór. Niðurstaðan 2-1 sigur heimastúlkna og þær þá komnar í þriðja sæti Pepsi-deildar kvenna með níu stig. Þór/KA hefur aftur á móti tapað síðustu tveimur leikjum sínum og eru aðeins með sex stig eftir annars fína byrjun á tímabilinu.Fylkir- Þór/KA 2-1 1-0 Fjóla Dröfn Friðriksdóttir (19.) 2-0 Anna Björg Björnsdóttir ( 38.) 2-1 Danka Podovac (40.) Áhorfendur: 150 Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson.Skot (á mark): 7-13 (5-4)Varin skot: Berglind 4 - Björk 4Horn: 4-6Aukaspyrnur fengnar: 6-12Rangstöður: 3-0 Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira
Fylkir vann í kvöld góðan 2-1 sigur á Þór/KA á heimavelli með mörkum þeirra Fjólu Dröfn Friðriksdóttur og Önnu Bjargar Björnsdóttur. Danka Podovac svaraði fyrir Þór/KA en það dugði ekki til. Fyrir leiki kvöldsins munaði aðeins einu stigi á liðunum en Þór/KA var í þriðja sæti Pepsi-deildar kvenna með sjö stig og Fylkir í því sjötta með sex stig. Hvorugt liðið hafði því efni á að misstíga sig. Þessi lið áttust við í einum af bestu leikjum síðasta sumars en þá voru alls skoruð sex mörk í leiknum sem lauk með 3-3 jafntefli á Akureyri. Mikil rigning skall á um leið og Guðmundur Ársæll Guðmundsson dómari flautaði til leiks og áttu stúlkurnar erfitt með að fóta sig fyrstu mínúturnar. Leikurinn fór rólega af stað og bæði liðin virtust ekki finna taktinn enda voru aðstæður fremur erfiðar. Fylkisstúlkur byrjuðu leikinn mun betur og það virtist sem Þór/KA væru enn að jafna sig frá tapleiknum gegn Val í síðustu umferð. Fyrsta mark leiksins kom á 19. mínútu, en þá kom frábær fyrirgjöf frá Lovísu Erlingsdóttur beint á kollinn á Fjólu Dröfn Friðriksdóttur sem skallaði boltann í netið. Fylkisstúlkur hresstust mikið við markið. Eftir að hafa tekið öll völd á vellinum þá náðu þær að komast 2-0 yfir nokkrum mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks. Þá var Fjóla Dröfn aftur mætt og átti hún frábæra sendingu inn fyrir vörn Þór/KA þar sem Anna Björg var ein á auðum sjó og skoraði virkilega flott skallamark. Aðeins tveimur mínútum eftir að Fylkisstúlkur skoruðu fengu gestirnir aukaspyrnu rétt fyrir utan markteig Fylkis. Podavac gerði sér lítið fyrir og þrumaði boltanum beint í netið. Skotið var óverjandi fyrir markvörð Fylkis. Fátt annað markvert gerðist í fyrri hálfleik og staðan því 2-1 þegar stúlkurnar gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik bökkuðu Fylkisstúlkur mikið til baka og það var greinilegt að markmiðið var að halda fengnum hlut. Gestirnir ætluðu sér á köflum að skora tvö mörk í hverri sókn og fóru oft illa með góða stöðu. Fyrsta og eina skot Þór/KA í síðari hálfleik kom ekki fyrr enn á 75. mínútu leiksins. Þá skaut Danka Podovac beint úr aukaspyrnu en í þetta skipti varði Björk Björnsdóttir vel í Fylkismarkinu. Sigur Fylkis var í raun aldrei í hættu enda náðu gestirnir ekki að skapa sér nein fmarktækifæri í síðari hálfleiknum og því fór sem fór. Niðurstaðan 2-1 sigur heimastúlkna og þær þá komnar í þriðja sæti Pepsi-deildar kvenna með níu stig. Þór/KA hefur aftur á móti tapað síðustu tveimur leikjum sínum og eru aðeins með sex stig eftir annars fína byrjun á tímabilinu.Fylkir- Þór/KA 2-1 1-0 Fjóla Dröfn Friðriksdóttir (19.) 2-0 Anna Björg Björnsdóttir ( 38.) 2-1 Danka Podovac (40.) Áhorfendur: 150 Dómari: Guðmundur Ársæll Guðmundsson.Skot (á mark): 7-13 (5-4)Varin skot: Berglind 4 - Björk 4Horn: 4-6Aukaspyrnur fengnar: 6-12Rangstöður: 3-0
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Fótbolti Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Tilþrif ársins í NFL-deildinni: „Þetta er fáranlegt“ Sport Fleiri fréttir Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Sjá meira