Lífið

Shiloh vill vera eins og strákarnir

Angelina Jolie segir fólk of gjarnt á að setja hvert annað í flokka.
Angelina Jolie segir fólk of gjarnt á að setja hvert annað í flokka. nordicphotos/getty
Leikkonan Angelina Jolie hefur verið á forsíðum ófárra tímarita undanfarið og veitt þó nokkur persónuleg viðtöl, en þetta er gert til að kynna nýjustu mynd hennar, Salt. Í nýju viðtali við tímaritið Vanity Fair ver Jolie fatastíl dóttur sinnar.

„Mér finnst Shiloh heillandi og valkostirnir sem hún velur sér einnig. Ég vil ekki vera foreldri sem þvingar barn sitt til að klæðast einhverju sem því líður illa í. Það finnst mér slæmt uppeldi. Börn ættu að fá að tjá sig á hvern þann hátt sem hentar þeim og án þess að við, fullorðna fólkið, dæmum þau fyrir það. Við erum of gjörn á að dæma fólk og setja það í flokka," sagði leikkonan og bætir við að dóttir sín vilji helst klæðast íþróttagöllum og vilji líkjast bræðrum sínum í einu og öllu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.