Viðskipti erlent

Robert Peston: Við erum öll Íslendingar núna

„Ef tekið er tillit til þess hve mikið við höfum öll greitt fyrir ábyrgðarlausa hegðun bankanna kemur kannski á óvart afhverju við erum ekki öll eins reið og Íslendingar," segir í niðurlagi greinar hins áhrifamikla viðskiptafréttaritstjóra BBC, Robert Peston, sem hann birtir á bloggsíðu sinni hjá BBC.

Fyrirsögnin á grein Peston er „Við erum öll Íslendingar núna" en þar segir ritstjórinn m.a. að flestir hagfræðingar, seðlabankastjórar og fjármálaráðherra myndu halda því fram að þeir væru því þakklátir að í Bandaríkjunum og á Bretlandi sé fólk ekki eins fullveldisvætt (ef vit er í því) og á Íslandi.

„Hinsvegar ættu flest okkar vissulega að vera sammála meirihluta Íslendinga sem skilja ekki afhverju refsa á þeim fyrir græðgi og heimsku örfárra bankamanna og banka," segir Peston.

Þá nefnir Peston það að kaupmáttur launa Íslendinga hafi rýrnað um nær 20% á síðasta ári og stefnir í að rýrna um tæp 16% í viðbót á þessu ári. „Með öðrum orðum mun hver þeirra verða þriðjungi fátækari vegna hinnar djúpu og dökku kreppu sem orsakaðist af hruni yfirskuldsettra banka," segir Peston.

Peston segir síðan að í sannleika sagt sé skiljanlegt að Íslendingar séu tregir til að fara í vasa sína og reiða fram 3,4 miljarða punda til að endurgreiða Bretlandi og Hollandi.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×