Enski boltinn

Vieira ekki með City á móti Blackburn í kvöld - er meiddur á kálfa

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Patrick Vieira með City-treyjuna sína.
Patrick Vieira með City-treyjuna sína. Mynd/AP

Patrick Vieira byrjar ekki ferillinn með Manchester City á sannfærandi hátt því franski miðjumaðurinn getur ekki spilað á móti Blackburn í kvöld vegna meiðsla á kálfa. Vieira stóðst samt læknisskoðun á fimmtudaginn var.

Það var annars búist við því að Patrick Vieira kæmi strax inn í byrjunarliðið fyrir annað hvort Nigel de Jong eða Gareth Barry og tæki jafnvel við fyrirliðabandinu þar sem fyrirliðinn Kolo Touré er með Fílabeinsströndinni í Afríkukeppninni og Stephen Ireland, varafyrirliði, er meiddur.

Patrick Vieira fékk spark í kálfann í síðasta leik sínum fyrir Internazionale í 1-0 sigri liðsins á Chievo á síðasta miðvikudag. Fyrsti leikur hans eftir fjögurra og hálfs ára fjarveru frá enska úrvalsdeildinni verður væntanlega á móti Everton á laugardaginn kemur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×