Enski boltinn

Sonur annars eiganda Liverpool er hættur hjá félaginu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hér sjást feðgarnir Tom Hicks yngri og Tom Hicks eldri.
Hér sjást feðgarnir Tom Hicks yngri og Tom Hicks eldri. Mynd/AFP

Svar Tom Hicks yngri við tölvupósti frá stuðningsmanni Liverpool ætlar að hafa miklar afleiðingar fyrir framtíð hans hjá Liverpool. Hicks yngri er nú hættur í stjórn félagsins og sem og er hann hættur í stjórn hjá móðurfyrirtækinu Kop Holdings.

Umræddur stuðningsmaður Liverpool sendi Hicks póst þar sem að hann lýsti yfir áhyggjum sínum vegna þróun mála hjá Liverpool en fékk í staðinn harðorð, stutt og móðgandi svar.

Stuðningsmaðurinn fór með málið í fjölmiðla og heimtaði að Hicks færi frá félaginu og hann hefur nú fengið sitt í gegn.

Eftir því sem kemur fram í News of the World í gær svaraði Tom Hicks stuðningsmanninum á eftirfarandi hátt (á ensku): „Blow me ****face. Go to hell. I'm sick of you."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×