Lífið

Slóvenskt ljóðapartí

Slóvenska ljóðskáldið Brane Mozetic rýnir í ljóðakver Sigurðar Pálssonar.
Slóvenska ljóðskáldið Brane Mozetic rýnir í ljóðakver Sigurðar Pálssonar.

Þrjú slóvensk og jafnmörg íslensk ljóðskáld lesa upp í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu í dag. Uppákoman er afrakstur verkefnis á vegum stofnunarinnar Literature Across Frontiers (LAF), sem hefur kostað þýðingarbúðir íslenskra og slóvenskra skálda í Alsír og Slóveníu.

Slóvensku gestirnir eru þau Brane Mozetic, Suzana Tratnik og Marjana Moskric, en þau íslensku eru Böðvar Björnsson, Sigurður Pálsson og Þórunn Valdimarsdóttir. Slóvenarnir lesa ljóð sín og þriggja íslenskra skálda á slóvensku en Íslendingarnir lesa eigin ljóð og þýðingar á ljóðum slóvensku skáldanna.

Að sögn Þórunnar Valdimarsdóttur voru þýðingarbúðirnar gjöful vinna. „Þetta byrjaði á því að skáldin skiptumst á textum og byrjuðu að þýðast á, ef svo má að orði komast. „Síðan hittumst við á yndislegu sveitahóteli í Slóveníu, þar sem við tókum næstum viku í að fara yfir ljóð hvers annars. Þetta er ekki endilega stór pakki, en þetta er yndisleg leið til þess að brjóta niður múrana milli tungumála.

Þórunn hefur þegar birt þýðingar á ljóðum slóvensku skáldanna í tímaritinu Jóni á Bægisá og fleiri ljóð munu koma út í bókmennta- og listatímaritinu Stínu.

Lesturinn hefst í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu klukkan 15 og eru allir velkomnir. Fundarstjóri verður Kristín Ómarsdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.