Nú sækjum við fram! Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 31. desember 2010 03:00 Ísland stendur á tímamótum. Björgunarleiðangrinum vegna hrunsins er að mestu lokið og uppbyggingarstarfið tekur nú í vaxandi mæli við. Verkefni okkar undanfarin tvö ár hafa verið risavaxin og kallað á róttækar breytingar á flestum sviðum samfélagsins. Um þessi áramót er því hollt að virða fyrir sér þá heildarmynd sem við blasir í efnahagsmálum þjóðarinnar, þann mikla árangur sem náðst hefur og þau spennandi viðfangsefni sem bíða okkar á nýju ári. Mikill árangur í efnahagsmálumSamdrátturinn hefur verið stöðvaður, hagvöxtur er hafinn, kaupmáttur launa vex og störfum fjölgar á ný. Verðbólgan hefur ekki verið lægri í sjö ár, stýrivextir aldrei lægri, gengið styrkist og fjárlagahallinn hefur minnkað úr rúmum 200 milljörðum í tæpa 40. Skuldir ríkissjóðs eru lægri en reiknað var með, fullnægjandi gjaldeyrisforði hefur verið tryggður og skuldatryggingaálagið er lægra en fyrir hrun. Vegna þessa góða árangurs getum við nú sótt fram. Við þurfum að halda áfram með þær umfangsmiklu og róttæku samfélagsbreytingar sem settar hafa verið á dagskrá og jafnframt taka veigamiklar ákvarðanir um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Sátt um auðlindirÁ næsta ári verður mótuð ný stjórnarskrá á vettvangi Stjórnlagaþings. Í því ferli verða teknar ákvarðanir um stórmál sem geta varðað veg þjóðarinnar um ókomna tíð: Sameign Íslendinga á auðlindum, framtíð forsetaembættisins, þingræðisins og þjóðkirkjunnar, aukið vægi þjóðaratkvæðagreiðslna og þá hugmynd að landið verði eitt kjördæmi. Stjórnlagaþingið þarf að komast að niðurstöðu um öll þessi mikilvægu mál á næsta ári. Við þurfum að leiða til lykta áratuga deilur um eignarétt og nýtingu á sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar, m.a. um fiskveiðistjórnunarkerfið. Auðlindir sjávar, orkan í iðrum jarðar og þau verðmæti sem felast í vatninu verða varin og þannig um nýtingu þeirra búið að arðurinn renni með sanngjarnari hætti til þjóðarinnar allrar. Kraftmikil sókn í atvinnumálumVið verðum að tryggja frið á vinnumarkaði. Slík stöðugleikasátt er forsenda aukins hagvaxtar, kaupmáttar og fjölgunar starfa. Eitt af stóru málunum á nýju ári verður að marka nýja atvinnustefnu sem byggir á traustum grunni og varðar veginn til framtíðar. Þegar hefur verið lagður grunnur að slíkri vinnu. Þá verður fyrir tilstuðlan ríkisstjórnarinnar á komandi ári ráðist í mjög umfangsmiklar framkvæmdir víða um land og hagfellt efnahagsumhverfi, lægri vextir og víðtæk skuldaaðlögun lífvænlegra fyrirtækja gefa fyrirheit um kröftuga viðspyrnu atvinnulífsins. Nefna má framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun, einhverjar umfangsmestu vegaframkvæmdir Íslandssögunnar, aukin umsvif ferðaþjónustunnar, m.a. með nýjum framkvæmdasjóði, framkvæmdir við nýtt fangelsi, tónlistarhús og háskólasjúkrahúsið, uppbyggingu gagnavera og umfangsmiklar framkvæmdir við álverin í Straumsvík og á Reyðarfirði. Allir sem vettlingi geta valdið þurfa að leggja hönd á plóg til þess að skapa hér störf, ekki síst smærri fyrirtæki og hinar skapandi greinar sem sífellt öðlast aukið vægi. Skuldaaðlögun heimila og fyrirtækjaLjúka þarf skuldaaðlögun heimila og fyrirtækja á grundvelli þeirra viðamiklu úrræða sem nú hafa verið innleidd. Hrun krónunnar, hækkun verðlags og hrun eignaverðs hafa legið sem mara á samfélaginu allt frá hruni. En nú eru allar forsendur til staðar til að ganga rösklega til verks og aðlaga skuldabyrðina að þeim raunveruleika sem við búum við. Fyrir mitt næsta ár ættu öll fyrirtæki og heimili landsins að hafa fengið niðurstöðu í sín mál í samvinnu við viðkomandi fjármálastofnanir og á þeim grundvelli ættu þau að geta unnið sig áfram sem virkir þátttakendur í uppbyggingunni sem fram undan er. Í þeim efnum skiptir miklu máli að húsnæðisöryggi fólks sé tryggt og aðstæður hvers og eins séu metnar með sanngjörnum og raunsæjum hætti. Uppstokkun stjórnarráðsins verður fram haldið og þær fjölmörgu tillögur, sem komið hafa fram verða innleiddar, ein af annarri: Fækkun ráðuneyta, sameining stofnana, ábyrgari stjórnsýsla, aukið gegnsæi og bætt vinnubrögð. Nú um áramótin hefst síðan vonandi nýtt uppbyggingarskeið í þjónustu við fatlað fólk þegar málefni þess færast frá ríkinu til sveitarfélaga. Við munum enn fremur stíga frekari skef til að tryggja grundvöll þeirrar efnahagslegu endurreisnar sem nú er hafin. Samkomulag um Icesave er vonandi í augsýn og í kjölfarið getum við stigið markviss skref til að afnema gjaldeyrishöftin. Á árinu 2011 mun farsælu samstarfi okkar við AGS ljúka og Ísland getur á ný staðið eitt og óstutt í ólgusjó alþjóðlegra efnahagsmála, reynslunni ríkara og fullt sjálfstrausts í ljósi árangurs undangenginna ára. Á sama tíma munum við færast nær niðurstöðu í samningaviðræðum okkar við ESB sem að mínu mati skiptir gríðarlegu máli varðandi þá framtíðarsýn og þau lífskjör sem við Íslendingar kjósum að hafa. Á árinu 2011 höfum við allar forsendur til að sækja fram með jákvæðni, kjark og dug að leiðarljósi. Ég óska Íslendingum öllum gæfu og góðs gengis á komandi ári. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Fíllinn í hjarta Reykjavíkur Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland stendur á tímamótum. Björgunarleiðangrinum vegna hrunsins er að mestu lokið og uppbyggingarstarfið tekur nú í vaxandi mæli við. Verkefni okkar undanfarin tvö ár hafa verið risavaxin og kallað á róttækar breytingar á flestum sviðum samfélagsins. Um þessi áramót er því hollt að virða fyrir sér þá heildarmynd sem við blasir í efnahagsmálum þjóðarinnar, þann mikla árangur sem náðst hefur og þau spennandi viðfangsefni sem bíða okkar á nýju ári. Mikill árangur í efnahagsmálumSamdrátturinn hefur verið stöðvaður, hagvöxtur er hafinn, kaupmáttur launa vex og störfum fjölgar á ný. Verðbólgan hefur ekki verið lægri í sjö ár, stýrivextir aldrei lægri, gengið styrkist og fjárlagahallinn hefur minnkað úr rúmum 200 milljörðum í tæpa 40. Skuldir ríkissjóðs eru lægri en reiknað var með, fullnægjandi gjaldeyrisforði hefur verið tryggður og skuldatryggingaálagið er lægra en fyrir hrun. Vegna þessa góða árangurs getum við nú sótt fram. Við þurfum að halda áfram með þær umfangsmiklu og róttæku samfélagsbreytingar sem settar hafa verið á dagskrá og jafnframt taka veigamiklar ákvarðanir um stöðu Íslands í samfélagi þjóðanna. Sátt um auðlindirÁ næsta ári verður mótuð ný stjórnarskrá á vettvangi Stjórnlagaþings. Í því ferli verða teknar ákvarðanir um stórmál sem geta varðað veg þjóðarinnar um ókomna tíð: Sameign Íslendinga á auðlindum, framtíð forsetaembættisins, þingræðisins og þjóðkirkjunnar, aukið vægi þjóðaratkvæðagreiðslna og þá hugmynd að landið verði eitt kjördæmi. Stjórnlagaþingið þarf að komast að niðurstöðu um öll þessi mikilvægu mál á næsta ári. Við þurfum að leiða til lykta áratuga deilur um eignarétt og nýtingu á sameiginlegum auðlindum þjóðarinnar, m.a. um fiskveiðistjórnunarkerfið. Auðlindir sjávar, orkan í iðrum jarðar og þau verðmæti sem felast í vatninu verða varin og þannig um nýtingu þeirra búið að arðurinn renni með sanngjarnari hætti til þjóðarinnar allrar. Kraftmikil sókn í atvinnumálumVið verðum að tryggja frið á vinnumarkaði. Slík stöðugleikasátt er forsenda aukins hagvaxtar, kaupmáttar og fjölgunar starfa. Eitt af stóru málunum á nýju ári verður að marka nýja atvinnustefnu sem byggir á traustum grunni og varðar veginn til framtíðar. Þegar hefur verið lagður grunnur að slíkri vinnu. Þá verður fyrir tilstuðlan ríkisstjórnarinnar á komandi ári ráðist í mjög umfangsmiklar framkvæmdir víða um land og hagfellt efnahagsumhverfi, lægri vextir og víðtæk skuldaaðlögun lífvænlegra fyrirtækja gefa fyrirheit um kröftuga viðspyrnu atvinnulífsins. Nefna má framkvæmdir við Búðarhálsvirkjun, einhverjar umfangsmestu vegaframkvæmdir Íslandssögunnar, aukin umsvif ferðaþjónustunnar, m.a. með nýjum framkvæmdasjóði, framkvæmdir við nýtt fangelsi, tónlistarhús og háskólasjúkrahúsið, uppbyggingu gagnavera og umfangsmiklar framkvæmdir við álverin í Straumsvík og á Reyðarfirði. Allir sem vettlingi geta valdið þurfa að leggja hönd á plóg til þess að skapa hér störf, ekki síst smærri fyrirtæki og hinar skapandi greinar sem sífellt öðlast aukið vægi. Skuldaaðlögun heimila og fyrirtækjaLjúka þarf skuldaaðlögun heimila og fyrirtækja á grundvelli þeirra viðamiklu úrræða sem nú hafa verið innleidd. Hrun krónunnar, hækkun verðlags og hrun eignaverðs hafa legið sem mara á samfélaginu allt frá hruni. En nú eru allar forsendur til staðar til að ganga rösklega til verks og aðlaga skuldabyrðina að þeim raunveruleika sem við búum við. Fyrir mitt næsta ár ættu öll fyrirtæki og heimili landsins að hafa fengið niðurstöðu í sín mál í samvinnu við viðkomandi fjármálastofnanir og á þeim grundvelli ættu þau að geta unnið sig áfram sem virkir þátttakendur í uppbyggingunni sem fram undan er. Í þeim efnum skiptir miklu máli að húsnæðisöryggi fólks sé tryggt og aðstæður hvers og eins séu metnar með sanngjörnum og raunsæjum hætti. Uppstokkun stjórnarráðsins verður fram haldið og þær fjölmörgu tillögur, sem komið hafa fram verða innleiddar, ein af annarri: Fækkun ráðuneyta, sameining stofnana, ábyrgari stjórnsýsla, aukið gegnsæi og bætt vinnubrögð. Nú um áramótin hefst síðan vonandi nýtt uppbyggingarskeið í þjónustu við fatlað fólk þegar málefni þess færast frá ríkinu til sveitarfélaga. Við munum enn fremur stíga frekari skef til að tryggja grundvöll þeirrar efnahagslegu endurreisnar sem nú er hafin. Samkomulag um Icesave er vonandi í augsýn og í kjölfarið getum við stigið markviss skref til að afnema gjaldeyrishöftin. Á árinu 2011 mun farsælu samstarfi okkar við AGS ljúka og Ísland getur á ný staðið eitt og óstutt í ólgusjó alþjóðlegra efnahagsmála, reynslunni ríkara og fullt sjálfstrausts í ljósi árangurs undangenginna ára. Á sama tíma munum við færast nær niðurstöðu í samningaviðræðum okkar við ESB sem að mínu mati skiptir gríðarlegu máli varðandi þá framtíðarsýn og þau lífskjör sem við Íslendingar kjósum að hafa. Á árinu 2011 höfum við allar forsendur til að sækja fram með jákvæðni, kjark og dug að leiðarljósi. Ég óska Íslendingum öllum gæfu og góðs gengis á komandi ári.
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun