Lífið

Samband Matt og Kate orðið alvarlegt

Matt segir samband hans og Kate vera orðið alvarlegt og hann fái að hitta móður hennar á næstunni.
Matt segir samband hans og Kate vera orðið alvarlegt og hann fái að hitta móður hennar á næstunni.
Söngvari hljómsveitarinnar Muse hefur nú staðfest að hann og leikkonan Kate Hudson séu að hittast og að sambandið sé orðið nokkuð alvarlegt.

Turtildúfurnar hafa sést láta vel hvort að öðru upp á síðkastið og hefur Kate meira að segja ferðast landa á milli til að sjá kærastann á sviði.

Nú hefur Kate komið því í kring að Matt hitti móður hennar, Goldie Hawn, síðar í mánuðinum. Matt viðurkennir að vera frekar stressaður yfir þessum yfirvovandi hittingi. „Ég hitti Hawn í næstu viku - ég er frekar stressaður. Það er vandræðalegt þegar þú hittir fjölskyldu einhvers í fyrsta sinn … Ég vil ekki gera hittinginn enn vandræðalegri með þeim möguleika að hún hafi lesið um mig á netinu," segir söngvarinn.

Matt komst ekki hjá því að dást að Kate þegar umræðan barst að henni. „Við áttum frábæran tíma á Glastonbury. Það er bara mjög gaman hjá okkur saman og við erum að athuga hvert þetta fer. Kate er frábær. Við höfum reynt að halda sambandinu frá fjölmiðlum og þar af leiðandi höfum við ekki sagt neinum hvar við hittumst né önnur smáatriði. Við erum bara að gera okkar hluti," segir söngvarinn.

Þegar söngvarinn var spurður hvort brúðkaup væri í vændum sagði hann: „Það er aðeins of snemmt að tala um það. Spurðu mig eftir nokkra mánuði."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.