Agnes og Halldór 8. júlí 2010 06:00 Sóley Tómasdóttir var kölluð kvenfasisti fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Ég hélt að þetta væri einsdæmi. Sá sem skrifaði svona um Sóleyju var Agnes Bragadóttir sem mun enn vera blaðamaður við Morgunblaðið. Nú hefur nýr maður ákveðið að feta í fótspor Agnesar Bragadóttur. Hann heitir Halldór Jónsson og er einn af talsmönnum Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Hann kallar umhverfisráðherrann umhverfisfasista og meinvætt. Nú vill svo til að málið er skylt undirrituðum en engu að síður leyfir hann sér að spyrja: Er þetta viti borin eðlileg og viðurkennd umræðuaðferð á Íslandi? Ekki hefur undirritaður orðið var við að neinum hafi blöskrað sem bendir til þess reyndar að enginn eða fáir taki mark á þessum ofbeldisöflum orðsins á Íslandi um þessar mundir. En það breytir ekki því að þessi umræðustíll er fyrir neðan allar hellur og það er fráleitt að láta sem ekkert sé. Hér er verið að jafna þessum tveimur kvenskörungum til verstu stjórnmálaafla sögunnar. Ég veit að það er ekki sanngjarnt. Ég veit líka að flokkssystkinum þessara einstaklinga, Agnesar og Halldórs, blöskrar þessi málflutningur. Svona talar reyndar fólk sem er illa innrætt eða fólk sem er í vörn. Ég hallast að því síðastnefnda; að þessir einstaklingar séu í vörn og þau finni það en geri sér ekki grein fyrir því. Umhverfisfasisti og meinvættur var konan kölluð af því að hún vill koma skipulagi á notkun lúpínu. Heilu byggðarlögin eru að breytast í lúpínubreiður þar sem áður var lággróður norðurslóða. Rjúpnastofninn í Hrísey er á flótta. Bæjarstjórnir hafa ákveðið að grípa til róttækra ráðstafana. Þá ætla bandamenn Halldórs Jónssonar að ærast; hvað er að? Væri hægt að biðja um hófstillta útskýringu á því hvers vegna ofsinn er svona yfirgengilegur? Á undanförnum misserum hef ég orðið var við allsérkennilegar og rætnar persónulegar árásir. Að skoða þær er líkast því að sjá ofan í opin holræsi; fnykurinn er eftir því. Fyrir mörgum áratugum var ákveðið að loka holræsum af tillitssemi við mannkynið. Nú er sums staðar verið að opna þau á vefnum. Óþverrinn liðast fram engum til geðs. En þær konur sem hér hafa verið nefndar mega reyndar vera stoltar af subbuskapnum í þeirra garð; margt bendir til þess að það sé eins og viðurkenning að þessi flokkssystkini varpi á mann orði. Þau Agnes og Halldór. En það væri samt betra að talast við með rökum en ekki ruddaskap. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Gestsson Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Sjá meira
Sóley Tómasdóttir var kölluð kvenfasisti fyrir borgarstjórnarkosningarnar. Ég hélt að þetta væri einsdæmi. Sá sem skrifaði svona um Sóleyju var Agnes Bragadóttir sem mun enn vera blaðamaður við Morgunblaðið. Nú hefur nýr maður ákveðið að feta í fótspor Agnesar Bragadóttur. Hann heitir Halldór Jónsson og er einn af talsmönnum Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi. Hann kallar umhverfisráðherrann umhverfisfasista og meinvætt. Nú vill svo til að málið er skylt undirrituðum en engu að síður leyfir hann sér að spyrja: Er þetta viti borin eðlileg og viðurkennd umræðuaðferð á Íslandi? Ekki hefur undirritaður orðið var við að neinum hafi blöskrað sem bendir til þess reyndar að enginn eða fáir taki mark á þessum ofbeldisöflum orðsins á Íslandi um þessar mundir. En það breytir ekki því að þessi umræðustíll er fyrir neðan allar hellur og það er fráleitt að láta sem ekkert sé. Hér er verið að jafna þessum tveimur kvenskörungum til verstu stjórnmálaafla sögunnar. Ég veit að það er ekki sanngjarnt. Ég veit líka að flokkssystkinum þessara einstaklinga, Agnesar og Halldórs, blöskrar þessi málflutningur. Svona talar reyndar fólk sem er illa innrætt eða fólk sem er í vörn. Ég hallast að því síðastnefnda; að þessir einstaklingar séu í vörn og þau finni það en geri sér ekki grein fyrir því. Umhverfisfasisti og meinvættur var konan kölluð af því að hún vill koma skipulagi á notkun lúpínu. Heilu byggðarlögin eru að breytast í lúpínubreiður þar sem áður var lággróður norðurslóða. Rjúpnastofninn í Hrísey er á flótta. Bæjarstjórnir hafa ákveðið að grípa til róttækra ráðstafana. Þá ætla bandamenn Halldórs Jónssonar að ærast; hvað er að? Væri hægt að biðja um hófstillta útskýringu á því hvers vegna ofsinn er svona yfirgengilegur? Á undanförnum misserum hef ég orðið var við allsérkennilegar og rætnar persónulegar árásir. Að skoða þær er líkast því að sjá ofan í opin holræsi; fnykurinn er eftir því. Fyrir mörgum áratugum var ákveðið að loka holræsum af tillitssemi við mannkynið. Nú er sums staðar verið að opna þau á vefnum. Óþverrinn liðast fram engum til geðs. En þær konur sem hér hafa verið nefndar mega reyndar vera stoltar af subbuskapnum í þeirra garð; margt bendir til þess að það sé eins og viðurkenning að þessi flokkssystkini varpi á mann orði. Þau Agnes og Halldór. En það væri samt betra að talast við með rökum en ekki ruddaskap.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun