Lífið

Heilluð af Hefner

Kendra Wilkinson heillaðist strax af Hugh Hefner og fannst hann vera ljúfur maður.nordicphotos/getty
Kendra Wilkinson heillaðist strax af Hugh Hefner og fannst hann vera ljúfur maður.nordicphotos/getty
Fyrrum Playboykanínan Kendra Wilkinson hefur skrifað bók um æskuár sín og árin í Playboyhöllinni og hefur bókin hlotið titilinn Sliding Into Home. Þar segir Wilkinson meðal annars frá því þegar hún hitti Hugh Hefner í fyrsta sinn.

„Ég og Hef störðum á hvort annað allt kvöldið. Ég var ekki heilluð af honum líkamlega, heldur fannst mér hann bara svo svalur. Hvernig hann hagaði sér og það sem hann sagði var ólíkt nokkru sem ég hafði áður heyrt eða séð. Í lok kvöldsins kom Hef til mín, rétti mér lykil og bað mig að gista um nóttina. Ég gat það ekki og rétti honum lykilinn aftur en sagðist mundu hitta hann aftur bráðlega," sagði Wilkinson sem kveðst ekki hafa séð gamlan mann þegar hún horfði á Hefner, heldur sannkallaðan herramann.

„Ég sá ljúfan mann sem lét mér líða vel. Það er kannski skrítið, en í hjarta mínu fannst mér sem þetta væri einhver sem ég gæti treyst." Wilkinson er nú gift ruðningsleikmanninum Hank Baskett og eiga þau saman soninn Hank Jr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.