Lúpínufár 8. júlí 2010 06:00 Nú hafa vinstri grænir uppvakið mikið lúpínufár og sagt henni stríð á hendur. Þetta er flokkurinn sem kennir sig við græna náttúruna. Hann fer nú í fararbroddi við að eyða grænum gróðri í uppblásnu eyðimerkurlandi eins og Ísland er nú orðið. Til fulltingis eru landgræðslustjóri og forstjóri Náttúrufræðistofnunar kallaðir til, til að blessa þessar aðfarir. Það er sorglegt að hugsa til þess að landgræðslustjóri komi til með að sá lúpínufræjum með annarri hendi og eyða henni með hinni. Og hver er orsökin fyrir þessu fári? Jú, misskilinn Ríósamningur þar sem Íslendingar hafa samþykkt að koma í veg fyrir innflutning á erlendum tegundum sem ógnað gætu vistkerfum hér. Skoðum þetta betur, því bæði lúpína og kerfill (sem líka á að eyða) hafa örugglega verið í landinu í um 60 til 70 ár, áður en þessi samningur var undirritaður og þar með á hann ekki við í þessu tilviki. Það er ekki um neinn nýjan innflutning að ræða sem þarf að koma í veg fyrir. Annað. Hvers vegna á að eyða þessum tegundum sem klæða nú örlítinn hluta landsins og gera ekkert annað en að fegra það og auðga? Ógna þessar plöntur einhverjum sjaldgæfum vistkerfum? Melum, móum, graslendi, mosaþembum? Kannski söndum og ösku? Nei, ég sé ekki að þær ógni einu eða neinu. Þvert á móti gleðja þær augað og kæta hjartað. Mosi, lyng og grös eru algengustu tegundirnar í landinu og fari eitthvað af þeim forgörðum um tíma vegna lúpínu eða kerfils er enginn skaði skeður. Komist lúpína inn á svæði þar sem einhver gróður er, er það vegna þess að viðkomandi gróðurþekja er svo götótt og slitin eftir illa meðferð okkar í yfir 1.100 ár. Hún er plástur sem kemur til með að græða sárin og auðga jarðveginn. Að lokum langar mig að benda á leiðir sem ég fer oft. Önnur er um Hafnarskóg og hin milli Akraness og Reykjavíkur. Ég þreytist aldrei á að aka til Reykjavíkur að sumri til, þegar lúpínan hefur vaxið það hátt að hún hylur allt ruslið. Mikil er fegurðin í Kollafirðinum þar sem samspil lúpínu og kerfils er eins og fegursta djásn. Og mikið er gaman að sjá hvernig til hefur tekist við að rækta lúpínuna í Hafnarskógi sem áður var að verða einn drullumelur. Bláar lúpínubreiður þar sem áður voru melar og mold. Hreint dásamleg sjón og ég hugsa oft hve það væri gaman ef allar auðnir og öll nakin fjöll á Íslandi væru orðin blá að sumri til og svo græn að blómgun lokinni, langt fram á haust. Þá væri gaman að taka undir með skáldinu og syngja „eitt sumar á landinu bláa“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 19.04.2025 Halldór Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hafa vinstri grænir uppvakið mikið lúpínufár og sagt henni stríð á hendur. Þetta er flokkurinn sem kennir sig við græna náttúruna. Hann fer nú í fararbroddi við að eyða grænum gróðri í uppblásnu eyðimerkurlandi eins og Ísland er nú orðið. Til fulltingis eru landgræðslustjóri og forstjóri Náttúrufræðistofnunar kallaðir til, til að blessa þessar aðfarir. Það er sorglegt að hugsa til þess að landgræðslustjóri komi til með að sá lúpínufræjum með annarri hendi og eyða henni með hinni. Og hver er orsökin fyrir þessu fári? Jú, misskilinn Ríósamningur þar sem Íslendingar hafa samþykkt að koma í veg fyrir innflutning á erlendum tegundum sem ógnað gætu vistkerfum hér. Skoðum þetta betur, því bæði lúpína og kerfill (sem líka á að eyða) hafa örugglega verið í landinu í um 60 til 70 ár, áður en þessi samningur var undirritaður og þar með á hann ekki við í þessu tilviki. Það er ekki um neinn nýjan innflutning að ræða sem þarf að koma í veg fyrir. Annað. Hvers vegna á að eyða þessum tegundum sem klæða nú örlítinn hluta landsins og gera ekkert annað en að fegra það og auðga? Ógna þessar plöntur einhverjum sjaldgæfum vistkerfum? Melum, móum, graslendi, mosaþembum? Kannski söndum og ösku? Nei, ég sé ekki að þær ógni einu eða neinu. Þvert á móti gleðja þær augað og kæta hjartað. Mosi, lyng og grös eru algengustu tegundirnar í landinu og fari eitthvað af þeim forgörðum um tíma vegna lúpínu eða kerfils er enginn skaði skeður. Komist lúpína inn á svæði þar sem einhver gróður er, er það vegna þess að viðkomandi gróðurþekja er svo götótt og slitin eftir illa meðferð okkar í yfir 1.100 ár. Hún er plástur sem kemur til með að græða sárin og auðga jarðveginn. Að lokum langar mig að benda á leiðir sem ég fer oft. Önnur er um Hafnarskóg og hin milli Akraness og Reykjavíkur. Ég þreytist aldrei á að aka til Reykjavíkur að sumri til, þegar lúpínan hefur vaxið það hátt að hún hylur allt ruslið. Mikil er fegurðin í Kollafirðinum þar sem samspil lúpínu og kerfils er eins og fegursta djásn. Og mikið er gaman að sjá hvernig til hefur tekist við að rækta lúpínuna í Hafnarskógi sem áður var að verða einn drullumelur. Bláar lúpínubreiður þar sem áður voru melar og mold. Hreint dásamleg sjón og ég hugsa oft hve það væri gaman ef allar auðnir og öll nakin fjöll á Íslandi væru orðin blá að sumri til og svo græn að blómgun lokinni, langt fram á haust. Þá væri gaman að taka undir með skáldinu og syngja „eitt sumar á landinu bláa“.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun