Lífið

Dæmd í fangelsi með „fuck u“ á puttanum

Ef myndin prentast vel sést að Lohan hafði skrifað „fuck u“ á nögl löngutangar.
Ef myndin prentast vel sést að Lohan hafði skrifað „fuck u“ á nögl löngutangar.
Leikkonan Lindsay Lohan var á þriðjudag dæmd í 90 daga fangelsi fyrir ýmis brot á skilorði. Lohan grét í réttarsalnum en skilaboðin á löngutöng hennar bentu ekki til iðrunar.

Lindsay Lohan var á skilorði fyrir akstur undir áhrifum áfengis. Dómarinn Marsha N. Revel dæmdi hana á þriðjudag í 90 daga fangelsi fyrir brot á skilorði, en Lohan mætti ekki í kennslustundir í meðferð áfengis, sem hún átti að mæta í samkvæmt dómi.

Revel tók nokkur dæmi í réttarsalnum um að Lohan hefði logið til um áfengis- og eiturlyfjaneyslu. „Þetta er eins og að svindla og finnast maður ekki hafa svindlað ef það kemst ekki upp um mann,“ sagði hún áður en hún dæmdi grátbólgna Lohan til fangelsisvistar.

Lohan brotnaði niður og sagðist ekki vita betur en að hún hefði fylgt fyrirmælum dómsins. „Ég var ekki að reyna að fá sérmeðferð,“ sagði hún grátandi. „Ég þarf að sjá fyrir mér. Ég þarf að vinna. Ég reyndi allt til að finna jafnvægi milli vinnunnar og að mæta í kennslustundirnar. Ég lít ekki á þetta sem grín – þetta er lífið mitt og ferillinn minn. Ég tek ábyrgð á gjörðum mínum og hef reynt að gera mitt besta. Ég vil ekki að þú haldir að ég sýni þér vanvirðingu.“

Á meðan Lohan sagði þetta náðu ljósmyndarar myndum af löngutöng vinstri handar hennar. Á nöglinni stóð „fuck u“.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.