Lífið

Magni syngur með Hvanndalsbræðrum

Lagið Besservisser með Hvanndalsbræðrum er komið í útvarpsspilun.
Lagið Besservisser með Hvanndalsbræðrum er komið í útvarpsspilun.
Hvanndalsbræður hafa sett lagið Besservisser í útvarpsspilun. Fylgir það eftir vinsældum laganna Gleði og glens, Fjóla og Vinsæll. Ráðist verður í gerð myndbands við lagið sem verður það fyrsta sem bræðurnir senda frá sér í núverandi mynd. Hvanndalsbræður verða duglegir við tónleikahald það sem eftir er ársins til að kynna sína nýjustu plötu sem kom út í lok maí.

Magni Ásgeirsson spilar á gítar með sveitinni á næstunni á meðan Pétur Hvanndal nær sér góðum af brjósklosi. Næst spilar sveitin á Útlaganum á Flúðum 9. og 10. júlí ásamt Magna. Um verslunarmannahelgina verður sveitin síðan á Neistaflugi í Neskaupstað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.