Lífið

Javier syngur með Glee

Javier Bardem er mikill aðdáandi sjónvarpsþáttanna Glee. 
nordicphotos/getty
Javier Bardem er mikill aðdáandi sjónvarpsþáttanna Glee. nordicphotos/getty
Óskarsverðlaunahafinn Javier Bardem mun að öllum líkindum leika gestahlutverk í sjónvarpsþáttunum Glee, en þar mun hann leika rokkstjörnu sem vingast við persónu Kevins McHale.

Bardem kynntist framleiðanda þáttanna við tökur á kvikmyndinni Eat Pray Love og bar hugmyndina undir hann þá.

„Við ætlum að rokka saman. Við ætlum að leika þungarokk, spænskt þungarokk, sem er það allra harðasta," sagði Bardem, sem er mikill aðdáandi þáttanna og horfði á alla fyrstu þáttaröðina á aðeins einni viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.