Lífið

The Fancy Toys spila á Íslandi

Ragnheiður ferðast um landið með Guðmundi Péturssyni og hljómsveitinni The Fancy Toys
Ragnheiður ferðast um landið með Guðmundi Péturssyni og hljómsveitinni The Fancy Toys
Ragnheiður Gröndal söngkona og Guðmundur Pétursson gítarleikari ásamt hljómsveitinni The Fancy Toys efna til fernra tónleika á Norðurlandi og í Reykjavík þessa dagana. Með þeim í för verða kvikmyndatökumenn sem hyggjast gera heimildarmynd um Íslandsferð hljómsveitarinnar.

Hljómsveitin The Fancy Toys hefur áður komið hingað til lands og auk þess spilaði einn meðlimur sveitarinnar, James Duncan, með Jethro Tull-foringjanum Ian Anderson á tónleikum í Reykjavík.

Þeir í The Fancy Toys hafa sýnt mikinn áhuga á því að starfa með íslenskum listamönnum og vonuðust til þess að fá þá til að semja með þeim tónlist. Í framhaldi af því tóku þeir upp samstarf við Ragnheiði Gröndal.

Breskir tónlistarmenn lýsa tónlist The Fancy Toys sem einstaklega grípandi og áhugaverðri. „Það þarf eitthvað sérstakt til að búa til tónlist sem er svona einstök og svona fjarri hinu hefðbundna en samt sem áður virkilega hlustendavæn og heillandi," segir til að mynda í einum dómi um sveitina.

Hópurinn verður á Húsavík 8. júlí, í Mývatnssveit 9. júlí og Reykjavík 10. júlí. Miðasala fer fram á midi.is og er miðaverð 1.500 krónur, nema við Mývatn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.