Viðskipti erlent

Nokia sparkar 1800 starfsmönnum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Markaðshlutdeild Nokia á farsímamarkaði minnkar. Mynd/ AFP.
Markaðshlutdeild Nokia á farsímamarkaði minnkar. Mynd/ AFP.
Þótt afkoma Nokia fyrirtækisins sé betri en vænst hafi verið til og hlutabréf í fyrirtækinu hafi hækkað um 8,6 prósent, ætla stjórnendur þess að skera verulega niður í rekstri.

Fyrirtækið hefur nefnilega tilkynnt að þeir ætli að segja upp 1800 starfsmönnum sínum víðsvegar um heiminn. Þetta jafngildir þremur prósentum af heildarfjölda starfsmanna.

Uppsagnirnar eru helst á meðal starfsmanna sem vinna við gerð hugbúnaðarins Symbian. Nokia hefur einnig tilkynnt að markaðshlutdeild fyrirtækisins á farsímamarkaði sé að minnka.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×