Vogunarsjóðir beðnir um að eyða ekki evru-gögnum 3. mars 2010 10:18 Bandarísk stjórnvöld hafa farið fram á það við vognarsjóði þar í landi að þeir eyði ekki gögnum sínum um veðmál/stöðutöku gegn evrunni. Á sama tíma aukast rannsóknir Í Bandaríkjunum og Evrópu á þætti vogunarsjóða og banka í grísku skuldakreppunni.Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að beðni bandarískra stjórnvalda komi í kjölfar fundar sem sumir af stærstu vogunarsjóðum heims áttu þann 8. febrúar s.l. á Manhattan þar sem rætt var um að skortselja evruna og ná gengi hennar þannig niður í einn á móti einum gagnvart dollaranum.Meðal þeirra sem sjóða sem áttu háttsetta fulltrúa á þessum fundi voru SAC Capital, Soros Management og Brigade Capital. Enginn talsmaður þessara sjóða vildi ræða málið við Bloomberg þegar eftir því var leitað.Bloomberg greinir frá því að auk stöðutöku gegn evrunni var á fundinum rætt um að taka stöður með kanadíska dollaranum og hlutum í Philip Morris International og stöður gegn hlutum í Wells Fargo og Bank of America.Herbert Hovenkamp lögfræðikennari við háskólann í Iowa segir í samtali við Bloomberg að stóra spurningin sé hvort það hafi verið um óformlegan fund að ræða þar sem miðlarar ræddu viðbrögð sín við þeim straumum sem eru í gangi á markaðinum.„Slíkt væri löglegt," segir Hovenkamp. „Það sem er ólöglegt er ef menn hafi sammælst um ákveðin verð á evrunni til að fella gengi hennar og koma þar með af stað áhlaupi sem myndi veikja evruna ennfrekar."Bandarískir þingmenn hafa ákveðið að halda vitnaleiðslur um hvaða hlutverk Goldman Sachs gæti hafa átt í grísku skuldakreppunni. Vitnaleiðslurnar beinast að afleiðuviðskiptum Goldman Sachs við grískar fjármálastofnanir. Á sama tíma hefur framkvæmdastjórn ESB boðað rannsókn á viðskiptum vogunarsjóða og banka með skuldatryggingar í kjölfar grísku kreppunnar. Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld hafa farið fram á það við vognarsjóði þar í landi að þeir eyði ekki gögnum sínum um veðmál/stöðutöku gegn evrunni. Á sama tíma aukast rannsóknir Í Bandaríkjunum og Evrópu á þætti vogunarsjóða og banka í grísku skuldakreppunni.Í frétt um málið á Bloomberg fréttaveitunni segir að beðni bandarískra stjórnvalda komi í kjölfar fundar sem sumir af stærstu vogunarsjóðum heims áttu þann 8. febrúar s.l. á Manhattan þar sem rætt var um að skortselja evruna og ná gengi hennar þannig niður í einn á móti einum gagnvart dollaranum.Meðal þeirra sem sjóða sem áttu háttsetta fulltrúa á þessum fundi voru SAC Capital, Soros Management og Brigade Capital. Enginn talsmaður þessara sjóða vildi ræða málið við Bloomberg þegar eftir því var leitað.Bloomberg greinir frá því að auk stöðutöku gegn evrunni var á fundinum rætt um að taka stöður með kanadíska dollaranum og hlutum í Philip Morris International og stöður gegn hlutum í Wells Fargo og Bank of America.Herbert Hovenkamp lögfræðikennari við háskólann í Iowa segir í samtali við Bloomberg að stóra spurningin sé hvort það hafi verið um óformlegan fund að ræða þar sem miðlarar ræddu viðbrögð sín við þeim straumum sem eru í gangi á markaðinum.„Slíkt væri löglegt," segir Hovenkamp. „Það sem er ólöglegt er ef menn hafi sammælst um ákveðin verð á evrunni til að fella gengi hennar og koma þar með af stað áhlaupi sem myndi veikja evruna ennfrekar."Bandarískir þingmenn hafa ákveðið að halda vitnaleiðslur um hvaða hlutverk Goldman Sachs gæti hafa átt í grísku skuldakreppunni. Vitnaleiðslurnar beinast að afleiðuviðskiptum Goldman Sachs við grískar fjármálastofnanir. Á sama tíma hefur framkvæmdastjórn ESB boðað rannsókn á viðskiptum vogunarsjóða og banka með skuldatryggingar í kjölfar grísku kreppunnar.
Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira