Í stuttu máli 3. mars 2010 06:00 Sigurður Líndal skrifar um Icesave. Því hefur nokkrum sinnum verið haldið fram að íslenzka ríkið beri ábyrgð á lágmarkstryggingu Icesave-innistæðna í íslenzkum bönkum. Meðal þeirra er Kristinn Gunnarsson, síðast í grein í Fréttablaðinu 27. febrúar sl. En í stað þess að ræða um ríkisábyrgð fjallar hann nú um lágmarkstryggingu Tryggingarsjóðs innistæðueigenda sem engin ríkisábyrgð fylgir, enda vísar hann hvorki til skýrra lagaákvæða né löglega bindandi yfirlýsinga íslenzkra ráðamanna því til stuðnings. Þetta virðist Kristni vera ljóst og þá bregður hann á það ráð að halda því fram að neyðarlögin svokölluðu (nr. 125/2008) hafi brotið gegn jafnræðisreglu 4. gr. EES-samningsins, reglu sem einnig sé bundin í stjórnarskrá Íslands. Nú kunna þar að vera álitamál, en í ákafa sínum við að fella ábyrgð á íslenzka ríkið heldur hann því fram fyrirvaralaust að jafnræðisregla hafi verið brotin, en gefur því engan gaum að gild rök hafa verið sett fram gegn því að innistæðueigendum hafi verið mismunað eftir þjóðerni, sbr. grein Stefáns Más Stefánssonar og Lárusar L. Blöndals í Morgunblaðinu 13. janúar 2010. Gott væri að hann hefði hugað að röksemdum þeirra og gert athugasemdir við þær. Um tilraunir til að fá Icesave-innistæðurnar felldar undir brezka tryggingarkerfið kemur ábyrgð íslenzka ríkisins ekkert við. Nú er ekkert við það að athuga að Íslendingar leitist við að gera sér sem gleggsta grein fyrir hugsanlegum veilum í réttarstöðu sinni, eins og um jafnræðisregluna og eftirlitsbrest, en órökstuddar fullyrðingar þar að lútandi eru einungis Bretum og Hollendingum til framdráttar. Farsælast hefði verið að fá gerðardómsúrlausn um skyldur og réttindi, sekt og sýknu aðila þessa máls og á þeim grundvelli hefði síðan mátt semja um fjárhæðir ef niðurstaða hefði orðið sú að íslenzka ríkið bæri einhverja ábyrgð. Þetta er algeng aðferð í skaðabótamálum. En öllum slíkum leiðum hefur ítrekað verið hafnað þrátt fyrir endurteknar yfirlýsingar um siðferðileg gildi sem Evrópuríki telja sig halda í heiðri, þar á meðal um réttláta málsmeðferð. En Ísland fær ekki að njóta réttinda jafnvel forhertustu afbrotamanna. Á því er varla nema þessi skýring: Málstaður Breta og Hollendinga er veikur og hvorki regluverk ESB, né stjórnkerfi Bretlands með sín hryðjuverkalög og sínar skattaparadísir á Ermarsundseyjum og í Karíbahafinu (Tortola) þar sem misjafnlega vel fengið fé nýtur sérstakrar verndar, þolir slíka skoðun. Þetta segir kannski allt sem segja þarf. Höfundur er prófessor í lögum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir Skoðun Skoðun Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar Skoðun Tíminn er núna Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Slæmt hjónaband Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hinir heimsku Ólympíuleikar Rajan Parrikar skrifar Skoðun Að eitra Hvalfjörð Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Á að leyfa starfsfólki að staðna? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Fórnarlömb falsfrétta? Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Ógnir við öryggi kvenna í sundi, fangelsi og íþróttum Auður Magndís Auðardóttir skrifar Skoðun Verkföll kennara 2.0 – Leið úr ógöngum? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Leðurblökur og aðrir laumufarþegar Guðbjörg Inga Aradóttir skrifar Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sigurður Líndal skrifar um Icesave. Því hefur nokkrum sinnum verið haldið fram að íslenzka ríkið beri ábyrgð á lágmarkstryggingu Icesave-innistæðna í íslenzkum bönkum. Meðal þeirra er Kristinn Gunnarsson, síðast í grein í Fréttablaðinu 27. febrúar sl. En í stað þess að ræða um ríkisábyrgð fjallar hann nú um lágmarkstryggingu Tryggingarsjóðs innistæðueigenda sem engin ríkisábyrgð fylgir, enda vísar hann hvorki til skýrra lagaákvæða né löglega bindandi yfirlýsinga íslenzkra ráðamanna því til stuðnings. Þetta virðist Kristni vera ljóst og þá bregður hann á það ráð að halda því fram að neyðarlögin svokölluðu (nr. 125/2008) hafi brotið gegn jafnræðisreglu 4. gr. EES-samningsins, reglu sem einnig sé bundin í stjórnarskrá Íslands. Nú kunna þar að vera álitamál, en í ákafa sínum við að fella ábyrgð á íslenzka ríkið heldur hann því fram fyrirvaralaust að jafnræðisregla hafi verið brotin, en gefur því engan gaum að gild rök hafa verið sett fram gegn því að innistæðueigendum hafi verið mismunað eftir þjóðerni, sbr. grein Stefáns Más Stefánssonar og Lárusar L. Blöndals í Morgunblaðinu 13. janúar 2010. Gott væri að hann hefði hugað að röksemdum þeirra og gert athugasemdir við þær. Um tilraunir til að fá Icesave-innistæðurnar felldar undir brezka tryggingarkerfið kemur ábyrgð íslenzka ríkisins ekkert við. Nú er ekkert við það að athuga að Íslendingar leitist við að gera sér sem gleggsta grein fyrir hugsanlegum veilum í réttarstöðu sinni, eins og um jafnræðisregluna og eftirlitsbrest, en órökstuddar fullyrðingar þar að lútandi eru einungis Bretum og Hollendingum til framdráttar. Farsælast hefði verið að fá gerðardómsúrlausn um skyldur og réttindi, sekt og sýknu aðila þessa máls og á þeim grundvelli hefði síðan mátt semja um fjárhæðir ef niðurstaða hefði orðið sú að íslenzka ríkið bæri einhverja ábyrgð. Þetta er algeng aðferð í skaðabótamálum. En öllum slíkum leiðum hefur ítrekað verið hafnað þrátt fyrir endurteknar yfirlýsingar um siðferðileg gildi sem Evrópuríki telja sig halda í heiðri, þar á meðal um réttláta málsmeðferð. En Ísland fær ekki að njóta réttinda jafnvel forhertustu afbrotamanna. Á því er varla nema þessi skýring: Málstaður Breta og Hollendinga er veikur og hvorki regluverk ESB, né stjórnkerfi Bretlands með sín hryðjuverkalög og sínar skattaparadísir á Ermarsundseyjum og í Karíbahafinu (Tortola) þar sem misjafnlega vel fengið fé nýtur sérstakrar verndar, þolir slíka skoðun. Þetta segir kannski allt sem segja þarf. Höfundur er prófessor í lögum.
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun
Skoðun Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson skrifar
Skoðun Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun „Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt“ - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Afleysing fyrir kennara í Hafnarfirði - tvítug með hreint sakavottorð Kristín Björnsdóttir Skoðun
Haukur Arnþórsson og misskilningur hans um hæfi Sigurjóns Þórðarsonar Þórólfur Júlían Dagsson Skoðun