Lífið

Ódýrasta hjónabandsráðgjöfin

Þórunn finnur sig vel í hlutverkinu.
Þórunn finnur sig vel í hlutverkinu.

„Það er fátt sem hressir meira upp á hjónabandið en að horfa á aðra sem eru að moka meiri skít en maður sjálfur,“ segir í tilkynningu frá Himnaríki og Reykjavik by Day & Night sem hafa gert samkomulag um uppsetningu á einleiknum Sellófon eftir Björk Jakobsdóttur.

Einleikurinn er á ensku og verður frumsýndur í Iðnó í kvöld og framvegis sýndur á fimmtudögum og sunnudögum fyrir bæði erlenda ferðamenn sem og Íslendinga.

Sellófon sló eftirminnilega í gegn árið 2002. Það var sýnt yfir 200 sinnum og hefur í kjölfarið verið sett upp 19 sinnum í 12 Evrópulöndum.

Nú hefur verkinu verið boðið á Edinborgar-hátíðina í ágúst en verður að öðru leyti sýnt á ensku í Iðnó í allt sumar. Þórunn Lárusdóttir leikur hlutverk Elínar, nútíma-ofurkonunnar sem er allt í senn: móðir, eiginkona, framakona, megrunar- og heilsu-gúrú, fyrirmyndardóttir og kynóð kynlífsdrottning eða ekki.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.