Lengstu tennisviðureign sögunnar loksins lokið á Wimbledon Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. júní 2010 16:41 John Isner, til vinstri, og Nicolas Mahut eftir lengstu tennisviðureign sögunnar. Nordic Photos / Getty Images 70-68 í fimmta settinu. Þannig tryggði Bandaríkjamaðurinn John Isner sér sigur á Nicolas Mahut frá Frakklandi og þar með sæti í 2. umferð einliðaleiks karla á Wimbledon-mótinu í tennis. Þetta var langlengsta viðureign í sögunni hjá atvinnumönnum í tennis.. Þær reglur eru á Wimbledon-mótinu að ekki er hægt að útkljá oddasettið í neinni viðureign með bráðabana. Það verður einfaldlega að vinna með tveggja lotu mun. Isner vann samanlagt 6-4, 3-6, 6-7, 7-6 og loks 70-68. Viðureignin hófst á þrijðudaginn en varð að fresta vegna myrkurs þegar fimmta settið var að hefjast. Fimmta setinu lauk ekki í gær og var leik aftur frestað í stöðunni 59-59. Keppni hófst aftur í dag og lauk nú síðdegis. Nýja metið er nú ellefu klukkustundir og fimm mínútur. Eðlilega voru báðir mennirnir dauðþreyttir í lok viðureignarinnar í dag. „Það er grautfúlt að einhver þurfti að tapa," sagði Isner. „Það var sannur heiður að fá að deila þessu með honum. Kannski mætumst við aftur síðar og þá verður það ekki aftur 70-68." Mahut var eðlilega eyðilagður eftir tapið. „Ég er þakklátur, fyrst og fremst. John átti skilið að vinna. Uppgjafirnar hans voru ótrúlegar. Það var mikill heiður að fá að spila merkilegustu viðureign sem spiluð hefur verið. Hún var mjög löng en ég held að við nutum hennar báðir." Isner átti að keppa í tvíliðaleik nú síðdegis en hann mun væntanlega draga sig úr þeirri viðureign, sér í lagi þar sem hann á að mæta Thiemo de Bakker í 2. umferð einliðaleiksins strax á morgun. Fjölmörg möt voru slegin í viðureigninni. Flestar lotur í einu setti, 138 talsins, flestir ásar hjá einum leikmanni (112 hjá Isner) og flestir ásar í einni viðureign (215 samtals). Erlendar Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Schumacher orðinn afi Formúla 1 Fleiri fréttir Bein útsending: Þorsteinn og Ingibjörg sitja fyrir svörum Lakers vann toppliðið í vestrinu Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sló 31 árs markamet Waynes Gretzky Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Schumacher orðinn afi Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Sjá meira
70-68 í fimmta settinu. Þannig tryggði Bandaríkjamaðurinn John Isner sér sigur á Nicolas Mahut frá Frakklandi og þar með sæti í 2. umferð einliðaleiks karla á Wimbledon-mótinu í tennis. Þetta var langlengsta viðureign í sögunni hjá atvinnumönnum í tennis.. Þær reglur eru á Wimbledon-mótinu að ekki er hægt að útkljá oddasettið í neinni viðureign með bráðabana. Það verður einfaldlega að vinna með tveggja lotu mun. Isner vann samanlagt 6-4, 3-6, 6-7, 7-6 og loks 70-68. Viðureignin hófst á þrijðudaginn en varð að fresta vegna myrkurs þegar fimmta settið var að hefjast. Fimmta setinu lauk ekki í gær og var leik aftur frestað í stöðunni 59-59. Keppni hófst aftur í dag og lauk nú síðdegis. Nýja metið er nú ellefu klukkustundir og fimm mínútur. Eðlilega voru báðir mennirnir dauðþreyttir í lok viðureignarinnar í dag. „Það er grautfúlt að einhver þurfti að tapa," sagði Isner. „Það var sannur heiður að fá að deila þessu með honum. Kannski mætumst við aftur síðar og þá verður það ekki aftur 70-68." Mahut var eðlilega eyðilagður eftir tapið. „Ég er þakklátur, fyrst og fremst. John átti skilið að vinna. Uppgjafirnar hans voru ótrúlegar. Það var mikill heiður að fá að spila merkilegustu viðureign sem spiluð hefur verið. Hún var mjög löng en ég held að við nutum hennar báðir." Isner átti að keppa í tvíliðaleik nú síðdegis en hann mun væntanlega draga sig úr þeirri viðureign, sér í lagi þar sem hann á að mæta Thiemo de Bakker í 2. umferð einliðaleiksins strax á morgun. Fjölmörg möt voru slegin í viðureigninni. Flestar lotur í einu setti, 138 talsins, flestir ásar hjá einum leikmanni (112 hjá Isner) og flestir ásar í einni viðureign (215 samtals).
Erlendar Mest lesið „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens Enski boltinn Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Íslenski boltinn Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Enski boltinn „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Enski boltinn Eitthvað sem læknar segja ekki við þig að ástæðulausu Fótbolti „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Handbolti „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Íslenski boltinn Schumacher orðinn afi Formúla 1 Fleiri fréttir Bein útsending: Þorsteinn og Ingibjörg sitja fyrir svörum Lakers vann toppliðið í vestrinu Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Vann fyrsta mótið eftir að hafa losnað úr fangelsi Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Sló 31 árs markamet Waynes Gretzky Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Schumacher orðinn afi Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Dagskráin í dag: Gylfi Þór mætir til leiks með Víkingum og úrslitakeppnin heldur áfram „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ „Vorum bara heppnir að landa þessu“ „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ „Orkustigið var skrítið út af okkur“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 90-86 | Einvígið í járnum eftir tæpan sigur Grindjána Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 93-96 | Stólarnir í góðri stöðu eftir dramatík Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ Lyftu sér upp í annað sætið „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri Ekkert mark í grannaslagnum Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stefán Ingi allt í öllu í sigri Sandefjord „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Sjá meira